Tvær spurningar til FME 18. desember 2009 06:00 Andrés Magnússon skrifar um efnahagsmál. 1. Seinnihluta árs 2007 var skuldatryggingaálag íslensku bankanna þannig að ljóst var að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig. Einn aðaleigenda Glitnis lýsti því yfir í fjölmiðlum að þetta jafngilti gjaldþroti bankans, um það voru erlend fjármálatímarit sammála honum. Í bók Jóns F. Thorodsen, „Íslenska efnahagsundrið" lýsir hann því hvernig SMS-skeytum tók að rigna inn í farsíma fagfjárfesta í árslok 2007 þess efnis að rétt væri að selja öll persónuleg hlutabréf sín í bönkunum og taka allt sitt út úr peningasjóðunum. Þeir sem höfðu góðar upplýsingar um stöðu fjármálakerfisins, t.d. eigendur bankanna, fóru að taka skortstöður gegn íslensku krónunni í stórum stíl. Helmingur allra stærri hluthafa í bönkunum losuðu sig við hlutabréf sín síðustu 9 mánuði fyrir hrun. Þá vaknar spurningin; Hvers vegna aðhöfðust fagfjárfestar lífeyrissjóðanna ekki neitt? Sérstaklega fagfjárfestar sem tilnefndir voru af bönkunum til þess að sitja í stjórn lífeyrissjóðanna að veita fjármálaráðgjöf? Voru þetta einu fagfjárfestarnir sem ekki fengu SMS? Þeir einu sem ekki lásu erlend tímarit sem bentu á að íslensku bankarnir yrðu brátt gjaldþrota? Þessu er erfitt að svara, hins vegar er ljóst að fulltrúar bankanna í stjórn lífeyrissjóðanna voru í verulegum vanda ef þeim var ljós hin raunverulega staða bankanna, við þeim blasti hollustuklemma, þ.e. þeir voru bæði umbjóðendur sjóðsfélaga og bankanna sem tilnefndu þá í stjórn lífeyrissjóðanna. Auk þess voru þeir í annarri kreppu. Ef þeir vissu að staða bankanna var tvísýn og að krónan myndi falla við hrun bankanna, hvað áttu þeir að gera við persónulega fjármuni sína? Það sama og þeir ráðlögðu lífeyrissjóðunum að gera? Í mínum lífeyrissjóði seldi fulltrúi bankans sín perónulegu hlutabréf í íslenskum bönkum og losaði sig við íslensku krónurnar sínar, á sama tíma og lífeyrissjóðurinn hélt sínum hlutabréfum í bönkunum og veðjaði miklum fjármunum á að íslenska krónan myndi styrkjast. Þessi fulltrúi bankans sem hafði langmesta þekkingu og innsýn í stöðu fjármálakerfisins, sagði hann nógu skýrt frá því á stjórnarfundum í lífeyrissjóðnum hvernig hann ráðstafaði sínum eigin eigum sem væntanlega endurspeglaði það sem hann taldi skynsamlegast? Stjórn lífeyrissjóðs míns hefur upplýst að þegar menn taka sæti í stjórninni þá skrifa þeir undir að veita upplýsingar um eigin fjármál sé þess óskað. Hvenær á að nota þessa heimild ef ekki einmitt við þær aðstæður sem ríkja í dag? Ég veit að ofangreindur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum (sem reyndar nú er hættur) er með mikil fjármálaumsvif á Íslandi. Mín spurning til FME er þessi: Get ég sem sjóðsfélagi farið fram á að nýtt verði sú heimild sem stjórnarmaðurinn skrifaði uppá, nefnilega að upplýsa um fjármál sín, til þess að athuga hvort ráðstafanir á hans eigin fé voru í samræmi við það sem stjórn lífeyrissjóðsins samtímis taldi skynsamlegast? Lífeyrissjóður minn ákvað fyrir hrun að taka skortstöðu með íslensku krónunni, þ.e. að veðja á að hún myndi styrkjast. Vitað er að yfirleitt voru það háttsettir menn í innsta kjarna bankanna (umræddur stjórnarmaður var það) sem fengu að taka skortstöðuna gegn krónunni. Getur FME aflað þeirra upplýsinga hverjir það voru sem fengu að taka skortstöðuna gegn mínum lífeyrissjóði? (m.ö.o. hverjir það voru í mínum banka sem tóku skortstöðu gegn krónunni um svipað leyti og lífeyrissjóðurinn stimplaði inn sína skortstöðutöku með krónunni)? Sérstaklega er mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að athugað verði hvort ofannefndur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum eða fyrirtæki hans hafi tekið skortstöðu gegn krónunni í aðdraganum að bankahruninu. Getur FME t.d. aðstoðað mig sem sjóðsfélaga til þess að afla þessara upplýsinga? 2. Eigendur skuldsettra eignarhaldsfélaga á Íslandi stunda það nú að draga bestu eignirnar út úr eignarhaldsfélögunum og setja í önnur félög í sinni eigu. Við það rýrnar verðmæti eignarhaldsfélagsins og þar með einnig verðmæti skuldabréfa/hlutabréfa sem lífeyrissjóðir kunna að hafa keypt í eignarhaldsfélögunum. Því væri eðlilegt að þeir sem eiga skuldabréf eða hlutabréf í eignarhaldsfélögunum gætu komið í veg fyrir að verðmætar eignir hverfi úr eignarhaldsfélögunum. Lögfróðir menn hafa bent á að brottnám verðmætra eigna úr eignarhaldsfélögum sé því aðeins mögulegt að stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur, mótmæli því ekki. Á Íslandi eru stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur yfirleitt lífeyrissjóðir. Á almennum fundi í lífeyrissjóði mínum sem nýlega var haldinn, lýsti stjórnin megnri óánægju með að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi, en lífeyrissjóður minn er sennilega einn stærsti hluthafi/skuldabréfahafi Baugs. Jafnframt fullyrti stjórnin á fundinum að hún hefði ekki getað haft áhrif á að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi. Nú spyr ég FME; er það rétt? Með kærum þökkum. Höfundur er geðlæknir og lífeyrissparandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon skrifar um efnahagsmál. 1. Seinnihluta árs 2007 var skuldatryggingaálag íslensku bankanna þannig að ljóst var að þeir gætu ekki endurfjármagnað sig. Einn aðaleigenda Glitnis lýsti því yfir í fjölmiðlum að þetta jafngilti gjaldþroti bankans, um það voru erlend fjármálatímarit sammála honum. Í bók Jóns F. Thorodsen, „Íslenska efnahagsundrið" lýsir hann því hvernig SMS-skeytum tók að rigna inn í farsíma fagfjárfesta í árslok 2007 þess efnis að rétt væri að selja öll persónuleg hlutabréf sín í bönkunum og taka allt sitt út úr peningasjóðunum. Þeir sem höfðu góðar upplýsingar um stöðu fjármálakerfisins, t.d. eigendur bankanna, fóru að taka skortstöður gegn íslensku krónunni í stórum stíl. Helmingur allra stærri hluthafa í bönkunum losuðu sig við hlutabréf sín síðustu 9 mánuði fyrir hrun. Þá vaknar spurningin; Hvers vegna aðhöfðust fagfjárfestar lífeyrissjóðanna ekki neitt? Sérstaklega fagfjárfestar sem tilnefndir voru af bönkunum til þess að sitja í stjórn lífeyrissjóðanna að veita fjármálaráðgjöf? Voru þetta einu fagfjárfestarnir sem ekki fengu SMS? Þeir einu sem ekki lásu erlend tímarit sem bentu á að íslensku bankarnir yrðu brátt gjaldþrota? Þessu er erfitt að svara, hins vegar er ljóst að fulltrúar bankanna í stjórn lífeyrissjóðanna voru í verulegum vanda ef þeim var ljós hin raunverulega staða bankanna, við þeim blasti hollustuklemma, þ.e. þeir voru bæði umbjóðendur sjóðsfélaga og bankanna sem tilnefndu þá í stjórn lífeyrissjóðanna. Auk þess voru þeir í annarri kreppu. Ef þeir vissu að staða bankanna var tvísýn og að krónan myndi falla við hrun bankanna, hvað áttu þeir að gera við persónulega fjármuni sína? Það sama og þeir ráðlögðu lífeyrissjóðunum að gera? Í mínum lífeyrissjóði seldi fulltrúi bankans sín perónulegu hlutabréf í íslenskum bönkum og losaði sig við íslensku krónurnar sínar, á sama tíma og lífeyrissjóðurinn hélt sínum hlutabréfum í bönkunum og veðjaði miklum fjármunum á að íslenska krónan myndi styrkjast. Þessi fulltrúi bankans sem hafði langmesta þekkingu og innsýn í stöðu fjármálakerfisins, sagði hann nógu skýrt frá því á stjórnarfundum í lífeyrissjóðnum hvernig hann ráðstafaði sínum eigin eigum sem væntanlega endurspeglaði það sem hann taldi skynsamlegast? Stjórn lífeyrissjóðs míns hefur upplýst að þegar menn taka sæti í stjórninni þá skrifa þeir undir að veita upplýsingar um eigin fjármál sé þess óskað. Hvenær á að nota þessa heimild ef ekki einmitt við þær aðstæður sem ríkja í dag? Ég veit að ofangreindur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum (sem reyndar nú er hættur) er með mikil fjármálaumsvif á Íslandi. Mín spurning til FME er þessi: Get ég sem sjóðsfélagi farið fram á að nýtt verði sú heimild sem stjórnarmaðurinn skrifaði uppá, nefnilega að upplýsa um fjármál sín, til þess að athuga hvort ráðstafanir á hans eigin fé voru í samræmi við það sem stjórn lífeyrissjóðsins samtímis taldi skynsamlegast? Lífeyrissjóður minn ákvað fyrir hrun að taka skortstöðu með íslensku krónunni, þ.e. að veðja á að hún myndi styrkjast. Vitað er að yfirleitt voru það háttsettir menn í innsta kjarna bankanna (umræddur stjórnarmaður var það) sem fengu að taka skortstöðuna gegn krónunni. Getur FME aflað þeirra upplýsinga hverjir það voru sem fengu að taka skortstöðuna gegn mínum lífeyrissjóði? (m.ö.o. hverjir það voru í mínum banka sem tóku skortstöðu gegn krónunni um svipað leyti og lífeyrissjóðurinn stimplaði inn sína skortstöðutöku með krónunni)? Sérstaklega er mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að athugað verði hvort ofannefndur stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum eða fyrirtæki hans hafi tekið skortstöðu gegn krónunni í aðdraganum að bankahruninu. Getur FME t.d. aðstoðað mig sem sjóðsfélaga til þess að afla þessara upplýsinga? 2. Eigendur skuldsettra eignarhaldsfélaga á Íslandi stunda það nú að draga bestu eignirnar út úr eignarhaldsfélögunum og setja í önnur félög í sinni eigu. Við það rýrnar verðmæti eignarhaldsfélagsins og þar með einnig verðmæti skuldabréfa/hlutabréfa sem lífeyrissjóðir kunna að hafa keypt í eignarhaldsfélögunum. Því væri eðlilegt að þeir sem eiga skuldabréf eða hlutabréf í eignarhaldsfélögunum gætu komið í veg fyrir að verðmætar eignir hverfi úr eignarhaldsfélögunum. Lögfróðir menn hafa bent á að brottnám verðmætra eigna úr eignarhaldsfélögum sé því aðeins mögulegt að stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur, mótmæli því ekki. Á Íslandi eru stærstu hluthafarnir/skuldabréfaeigendur yfirleitt lífeyrissjóðir. Á almennum fundi í lífeyrissjóði mínum sem nýlega var haldinn, lýsti stjórnin megnri óánægju með að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi, en lífeyrissjóður minn er sennilega einn stærsti hluthafi/skuldabréfahafi Baugs. Jafnframt fullyrti stjórnin á fundinum að hún hefði ekki getað haft áhrif á að Hagar hefðu verið teknir út úr Baugi. Nú spyr ég FME; er það rétt? Með kærum þökkum. Höfundur er geðlæknir og lífeyrissparandi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar