Erlent

Lætur eftir sig unga tvíbura

Vicken Sahakian Læknirinn sem Bousada laug að fyrir þremur árum.
Nordicphotos/AFP
Vicken Sahakian Læknirinn sem Bousada laug að fyrir þremur árum. Nordicphotos/AFP

Spænsk kona, Maria del Carmen Bousada, sem árið 2006 varð elst kvenna til að eignast börn, er látin. Hún varð 69 ára gömul, en tvíburarnir sem hún fæddi eru tveggja ára.

Spænskt dagblað segir að hún hafi greinst með krabbamein stuttu eftir fæðinguna.

Bousada blekkti á sínum tíma starfsfólk bandaríska sjúkrahússins, þar sem hún fór í frjósemisaðgerð. Hún sagðist vera 55 ára og var ekki beðin um skilríki, en í raun var hún áratug eldri.

Bousada hélt því ákveðið fram að úr því að móðir hennar varð 101 árs þá ætti hún góðar líkur á að verða nógu gömul til að geta alið upp börn sín.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×