Erlent

Miklar tafir á flugi til Bretlands

Lundúnataxi þakinn snjó.
Lundúnataxi þakinn snjó. Mynd/AP

Mikið fannfergi um allt Bretland hefur valdið miklum töfum á öllum samgöngum. Meðal annars hafa orðið miklar tafir á flugi frá Luton, Gatwick, Manchester og Heathrow.

Sjöhundruð skólum hefur verið lokað víðsvegar um landið. Bílar standa fastir þvers og kruss og margir árekstrar hafa orðið.

Búist er við áframhaldandi ofankomu. Þeir sem eru á leið til Bretlands mega því eiga von á miklum töfum á öllum stigum ferðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×