Erlent

Nýtur engrar friðhelgi lengur

Fagna dómsúrskurði Pakistanskir lögfræðingar eru hæstánægðir með hæstarétt.nordicphotos/AFP
Fagna dómsúrskurði Pakistanskir lögfræðingar eru hæstánægðir með hæstarétt.nordicphotos/AFP

Enn á ný er skorað á Asif Ali Zardari, forseta Pakistans, að segja af sér vegna spillingarmála.

Kröfur þessar fengu byr undir báða vængi þegar hæstiréttur landsins nam úr gildi friðhelgissamning við Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta, sem hefur verndað Zardari og sjö félaga hans gegn ákærum í tengslum við spillingarmálin.

Zardari er ekkill Benazir Bhutto, sem vann mikinn kosningasigur áður en hún var myrt árið 2007. Zardari hefur undanfarið orðið æ óvinsælli í Pakistan, ekki síst vegna stuðnings hans við Bandaríkin.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×