Enski boltinn

Birmingham minnkaði forskot Wolves

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cameron Jerome í leiknum gegn Wolves í kvöld.
Cameron Jerome í leiknum gegn Wolves í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Birmingham vann í kvöld 2-0 sigur á Wolves í toppslag ensku B-deildarinnar í knattspyrnu.

Birmingham missti reyndar mann af velli strax á 37. mínútu er Lee Carsley fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Chris Iwelumo sem fór af velli skömmu síðar.

Cameron Jerome skoraði fyrra mark Birmingham undir lok fyrri hálfleiks og varamaðurinn Garry O'Connor bætti hinu við á 69. mínútu.

Wolves er enn á toppi deildarinnar með 77 stig en nú með tveggja stiga forystu á Birmingham. Reading og Sheffield United eru með 69 stig, Burnley 66 og Cardiff 64.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×