Erlent

Litháar banna umfjöllun um samkynhneigð

Á hverju ári koma tugir þúsunda Íslendinga saman ásamt samkynhneigðum ólíkt Litháum.
Á hverju ári koma tugir þúsunda Íslendinga saman ásamt samkynhneigðum ólíkt Litháum.

Litháenska þingið samþykkti í dag lög sem banna umfjöllun um samkynhneigð, tvíkynhneigð og fjölkvæni á vefsíðum og annarstaðar. Ástæðan fyrir lögunum er sú að þau séu til þess að vernda börn fyrir þeim.

Baráttumaður samkynhneigðra í Litháen, Vladimar Simonko segir í viðtali við BBC að þingið hafi stofnanavætt ótta við samkynhneigð.

Þá hafa Amnesty International fordæmt lögin.

Yfirvöld í Litháen hafa ekki sýnt samkynhneigðum mikinn skilning í gegnum tíðina. Þeim er bannað að hittast opinberlega auk þess sem yfirvöld hafa ekki aðhafst þegar samkynhneigðir eru beittir ofbeldi þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×