Eyðsla eins er starf annars 16. febrúar 2009 06:00 Erna Hauksdóttir skrifar um atvinnumál Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi skipta viðhorf og hegðun fólks miklu og geta í raun ráðið því hversu vel hjól atvinnulífsins snúast. Atvinnuleysið er farið að nálgast 10% og er það í augum okkar Íslendinga skelfilegt ástand sem við höfum ekki upplifað í áratugi og viljum ekki búa við þrátt fyrir að það sé viðvarandi ástand í löndum sunnar í Evrópu. Það verður meginviðfangsefni stjórnvalda á næstunni að efla atvinnulífið svo fólk komist aftur í vinnu og blasa þar við stór verkefni og skiptir miklu hvernig mál þróast í okkar helstu viðskiptalöndum. Það eru þó ekki aðeins stjórnvöld sem þurfa að bretta upp ermarnar, landsmenn geta sannarlega lagt þar hönd á plóg. Við eigum að beina sjónum okkar að þeirri staðreynd að 90% landsmanna hafa enn vinnu. Vegna efnahagsástandsins er mikið rætt um sparnað, hvernig fólk geti lækkað kostnað sinn og sleppt því að kaupa hitt og þetta. Það er góðra gjalda vert og alveg ljóst að allir eru að upplifa hærri kostnað s.s. matarkostnað og hækkun lána og þurfa að gæta að sér í fjármálum sínum. Það eru þó margir sem ekki búa við há lán, í mörgum tilvikum engin, og eiga jafnvel eitthvað í handraðanum. Þetta fólk má ekki hætta að lifa eðlilegu lífi, kaupa í verslunum landsins, halda við húsum sínum, fara á veitingahús, ferðast og svo mætti lengi telja. Af hverju? Vegna þess að ef allir halda að sér höndum, hvort sem þeir þurfa þess eða ekki, hægir á hjólum atvinnulífsins, fleiri fyrirtæki fara í gjaldþrot, fleiri verða atvinnulausir og koll af kolli. Margföldunaráhrifin eru mikil. Margföldunaráhrifin eru líka mikil ef viðskiptin aukast og eru í raun grunnurinn að því að koma okkur upp úr hjólförunum. Að fara vel með fé er góður kostur en ef fólk tekur sig saman um að kaupa aðeins nauðþurftir, hvort sem nauðsyn knýr það til þess eða ekki, þá er hætta á að við stöðvumst í hjólförunum og lengjum kreppuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir skrifar um atvinnumál Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi skipta viðhorf og hegðun fólks miklu og geta í raun ráðið því hversu vel hjól atvinnulífsins snúast. Atvinnuleysið er farið að nálgast 10% og er það í augum okkar Íslendinga skelfilegt ástand sem við höfum ekki upplifað í áratugi og viljum ekki búa við þrátt fyrir að það sé viðvarandi ástand í löndum sunnar í Evrópu. Það verður meginviðfangsefni stjórnvalda á næstunni að efla atvinnulífið svo fólk komist aftur í vinnu og blasa þar við stór verkefni og skiptir miklu hvernig mál þróast í okkar helstu viðskiptalöndum. Það eru þó ekki aðeins stjórnvöld sem þurfa að bretta upp ermarnar, landsmenn geta sannarlega lagt þar hönd á plóg. Við eigum að beina sjónum okkar að þeirri staðreynd að 90% landsmanna hafa enn vinnu. Vegna efnahagsástandsins er mikið rætt um sparnað, hvernig fólk geti lækkað kostnað sinn og sleppt því að kaupa hitt og þetta. Það er góðra gjalda vert og alveg ljóst að allir eru að upplifa hærri kostnað s.s. matarkostnað og hækkun lána og þurfa að gæta að sér í fjármálum sínum. Það eru þó margir sem ekki búa við há lán, í mörgum tilvikum engin, og eiga jafnvel eitthvað í handraðanum. Þetta fólk má ekki hætta að lifa eðlilegu lífi, kaupa í verslunum landsins, halda við húsum sínum, fara á veitingahús, ferðast og svo mætti lengi telja. Af hverju? Vegna þess að ef allir halda að sér höndum, hvort sem þeir þurfa þess eða ekki, hægir á hjólum atvinnulífsins, fleiri fyrirtæki fara í gjaldþrot, fleiri verða atvinnulausir og koll af kolli. Margföldunaráhrifin eru mikil. Margföldunaráhrifin eru líka mikil ef viðskiptin aukast og eru í raun grunnurinn að því að koma okkur upp úr hjólförunum. Að fara vel með fé er góður kostur en ef fólk tekur sig saman um að kaupa aðeins nauðþurftir, hvort sem nauðsyn knýr það til þess eða ekki, þá er hætta á að við stöðvumst í hjólförunum og lengjum kreppuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun