Eyðsla eins er starf annars 16. febrúar 2009 06:00 Erna Hauksdóttir skrifar um atvinnumál Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi skipta viðhorf og hegðun fólks miklu og geta í raun ráðið því hversu vel hjól atvinnulífsins snúast. Atvinnuleysið er farið að nálgast 10% og er það í augum okkar Íslendinga skelfilegt ástand sem við höfum ekki upplifað í áratugi og viljum ekki búa við þrátt fyrir að það sé viðvarandi ástand í löndum sunnar í Evrópu. Það verður meginviðfangsefni stjórnvalda á næstunni að efla atvinnulífið svo fólk komist aftur í vinnu og blasa þar við stór verkefni og skiptir miklu hvernig mál þróast í okkar helstu viðskiptalöndum. Það eru þó ekki aðeins stjórnvöld sem þurfa að bretta upp ermarnar, landsmenn geta sannarlega lagt þar hönd á plóg. Við eigum að beina sjónum okkar að þeirri staðreynd að 90% landsmanna hafa enn vinnu. Vegna efnahagsástandsins er mikið rætt um sparnað, hvernig fólk geti lækkað kostnað sinn og sleppt því að kaupa hitt og þetta. Það er góðra gjalda vert og alveg ljóst að allir eru að upplifa hærri kostnað s.s. matarkostnað og hækkun lána og þurfa að gæta að sér í fjármálum sínum. Það eru þó margir sem ekki búa við há lán, í mörgum tilvikum engin, og eiga jafnvel eitthvað í handraðanum. Þetta fólk má ekki hætta að lifa eðlilegu lífi, kaupa í verslunum landsins, halda við húsum sínum, fara á veitingahús, ferðast og svo mætti lengi telja. Af hverju? Vegna þess að ef allir halda að sér höndum, hvort sem þeir þurfa þess eða ekki, hægir á hjólum atvinnulífsins, fleiri fyrirtæki fara í gjaldþrot, fleiri verða atvinnulausir og koll af kolli. Margföldunaráhrifin eru mikil. Margföldunaráhrifin eru líka mikil ef viðskiptin aukast og eru í raun grunnurinn að því að koma okkur upp úr hjólförunum. Að fara vel með fé er góður kostur en ef fólk tekur sig saman um að kaupa aðeins nauðþurftir, hvort sem nauðsyn knýr það til þess eða ekki, þá er hætta á að við stöðvumst í hjólförunum og lengjum kreppuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir skrifar um atvinnumál Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi skipta viðhorf og hegðun fólks miklu og geta í raun ráðið því hversu vel hjól atvinnulífsins snúast. Atvinnuleysið er farið að nálgast 10% og er það í augum okkar Íslendinga skelfilegt ástand sem við höfum ekki upplifað í áratugi og viljum ekki búa við þrátt fyrir að það sé viðvarandi ástand í löndum sunnar í Evrópu. Það verður meginviðfangsefni stjórnvalda á næstunni að efla atvinnulífið svo fólk komist aftur í vinnu og blasa þar við stór verkefni og skiptir miklu hvernig mál þróast í okkar helstu viðskiptalöndum. Það eru þó ekki aðeins stjórnvöld sem þurfa að bretta upp ermarnar, landsmenn geta sannarlega lagt þar hönd á plóg. Við eigum að beina sjónum okkar að þeirri staðreynd að 90% landsmanna hafa enn vinnu. Vegna efnahagsástandsins er mikið rætt um sparnað, hvernig fólk geti lækkað kostnað sinn og sleppt því að kaupa hitt og þetta. Það er góðra gjalda vert og alveg ljóst að allir eru að upplifa hærri kostnað s.s. matarkostnað og hækkun lána og þurfa að gæta að sér í fjármálum sínum. Það eru þó margir sem ekki búa við há lán, í mörgum tilvikum engin, og eiga jafnvel eitthvað í handraðanum. Þetta fólk má ekki hætta að lifa eðlilegu lífi, kaupa í verslunum landsins, halda við húsum sínum, fara á veitingahús, ferðast og svo mætti lengi telja. Af hverju? Vegna þess að ef allir halda að sér höndum, hvort sem þeir þurfa þess eða ekki, hægir á hjólum atvinnulífsins, fleiri fyrirtæki fara í gjaldþrot, fleiri verða atvinnulausir og koll af kolli. Margföldunaráhrifin eru mikil. Margföldunaráhrifin eru líka mikil ef viðskiptin aukast og eru í raun grunnurinn að því að koma okkur upp úr hjólförunum. Að fara vel með fé er góður kostur en ef fólk tekur sig saman um að kaupa aðeins nauðþurftir, hvort sem nauðsyn knýr það til þess eða ekki, þá er hætta á að við stöðvumst í hjólförunum og lengjum kreppuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun