Ráðstöfun Lottóhagnaðar 16. desember 2009 06:00 Hörður Þorsteinsson skrifar um Lottó. Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, heldur áfram að hamast gegn íþróttahreyfingunni í grein sinni í Fréttablaðinu 10. desember. Þar fullyrðir hann að undirritaður hafi ekki hrakið neitt af því sem fram komi í grein hans um sama málefni sem líka birtist í Fréttablaðinu. Enn og aftur snýr Eiður út úr. Ekki var ætlun mín að hrekja nokkuð af því sem Eiður leggur til um skiptingu Lottóhagnaðar. Hann má hafa þá skoðun á skiptingu opinbers fjár, þar með talið skiptingu Lottóhagnaðar, sem hann vill. Þeirri skoðun deili ég ekki með honum og get ég eitt um það sagt, að ég er þakklátur fyrir að hann er ekki lengur á Alþingi, þar sem ákvarðanir um skiptingu opinberra fjármuna eru teknar. Aftur á móti fannst mér ómerkilegt af honum að gefa í skyn að íþróttafélög landsins og Ungmennasamtök Íslands noti fjármuni sína til að greiða ofurlaun og stundi brask. Íþróttasamband Íslands og Ungmennasamband Íslands standa fyrir viðamiklu starfi við ræktun lands og lýðs og fullyrði ég að þeim fjármunum sem renna til íþróttahreyfingarinnar sé vel varið. Ég hafna því að þeir séu nýttir til að greiða íþróttamönnum ofurlaun. Eðli málsins samkvæmt fer stór hluti þess fjármagns sem rennur til íþróttahreyfingarinnar í launagreiðslur, sem deilist á þúsundir þjálfara, leiðbeinenda og stjórnenda sem sjá um að þjálfa og skipuleggja þá starfsemi sem í boði er. Eiður lýsir þeirri skoðun sinni að golfíþróttin eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eða Lottóhagnaðar. Ég er sammála Eiði um að Lottóhagnaðurinn sé ígildi beinna ríkisstyrkja. Get ég því með sama hætti sagt að þeir sem vilja hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands og fara á tónleika þeirra geti borgað það úr eigin vasa, í stað þess að hljómsveitin fái framlag úr ríkissjóði sem er hærra en samanlagt framlag ríkisins til ÍSÍ og afrakstur ÍSÍ af Lottóhagnaði. Framlög ríkisins til listastofnana og listamanna eru margföld á við framlög til íþróttahreyfingarinnar. Ef breyta á fyrirkomulagi á skiptingu Lottóhagnaðar er eðlilegt að útgjöld til þessara samfélagsverkefna séu endurskoðuð í heild. Jafnframt væri fróðlegt að spyrja sendiherrann fyrrverandi hvort ekki sé jafnframt skynsamlegt að endurskoða einkaleyfi til happdrættisreksturs og reksturs spilakassa sem eru lögverndaðar peningamaskínur og skapa handhöfum þeirra margfalt fjármagn á við það sem Lottó skilar. Það er sannfæring mín að fjármunir úr almannasjóðum til íþróttahreyfingarinnar sé skynsamleg ráðstöfun fjármagns. Forvarnargildi íþrótta er mikið og eykur lífsgæði þeirra sem þær stunda. Jafnframt sýna margar rannsóknir að íþróttaiðkun sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Með öflugum stuðningi við íþróttahreyfinguna væri hægt að spara mikla fjármuni í opinberum rekstri, sem við gætum nýtt í aðra samfélagslega þjónustu eins og menningu og listir. Ef skoðað er frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2010 er því miður horfið af þeirri braut að efla fé til íþróttamála og mikill niðurskurður er á þeim málaflokki á meðan listastofnanir búa við lítinn sem engan niðurskurð á sinni starfsemi. Það er ekki okkar háttur í íþróttahreyfingunni að gagnrýna fjárveitingar til annarra aðila, við samgleðjumst með listastofnunum og listamönnum. Aftur á móti þurfum við í íþróttahreyfingunni að vera duglegri í að láta í okkur heyra og upplýsa ráðamenn um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og hversu mikill þjóðhagslegur sparnaður er af því að hér á landi sé rekið öflugt íþróttastarf. Höfundur er framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hörður Þorsteinsson skrifar um Lottó. Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, heldur áfram að hamast gegn íþróttahreyfingunni í grein sinni í Fréttablaðinu 10. desember. Þar fullyrðir hann að undirritaður hafi ekki hrakið neitt af því sem fram komi í grein hans um sama málefni sem líka birtist í Fréttablaðinu. Enn og aftur snýr Eiður út úr. Ekki var ætlun mín að hrekja nokkuð af því sem Eiður leggur til um skiptingu Lottóhagnaðar. Hann má hafa þá skoðun á skiptingu opinbers fjár, þar með talið skiptingu Lottóhagnaðar, sem hann vill. Þeirri skoðun deili ég ekki með honum og get ég eitt um það sagt, að ég er þakklátur fyrir að hann er ekki lengur á Alþingi, þar sem ákvarðanir um skiptingu opinberra fjármuna eru teknar. Aftur á móti fannst mér ómerkilegt af honum að gefa í skyn að íþróttafélög landsins og Ungmennasamtök Íslands noti fjármuni sína til að greiða ofurlaun og stundi brask. Íþróttasamband Íslands og Ungmennasamband Íslands standa fyrir viðamiklu starfi við ræktun lands og lýðs og fullyrði ég að þeim fjármunum sem renna til íþróttahreyfingarinnar sé vel varið. Ég hafna því að þeir séu nýttir til að greiða íþróttamönnum ofurlaun. Eðli málsins samkvæmt fer stór hluti þess fjármagns sem rennur til íþróttahreyfingarinnar í launagreiðslur, sem deilist á þúsundir þjálfara, leiðbeinenda og stjórnenda sem sjá um að þjálfa og skipuleggja þá starfsemi sem í boði er. Eiður lýsir þeirri skoðun sinni að golfíþróttin eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eða Lottóhagnaðar. Ég er sammála Eiði um að Lottóhagnaðurinn sé ígildi beinna ríkisstyrkja. Get ég því með sama hætti sagt að þeir sem vilja hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands og fara á tónleika þeirra geti borgað það úr eigin vasa, í stað þess að hljómsveitin fái framlag úr ríkissjóði sem er hærra en samanlagt framlag ríkisins til ÍSÍ og afrakstur ÍSÍ af Lottóhagnaði. Framlög ríkisins til listastofnana og listamanna eru margföld á við framlög til íþróttahreyfingarinnar. Ef breyta á fyrirkomulagi á skiptingu Lottóhagnaðar er eðlilegt að útgjöld til þessara samfélagsverkefna séu endurskoðuð í heild. Jafnframt væri fróðlegt að spyrja sendiherrann fyrrverandi hvort ekki sé jafnframt skynsamlegt að endurskoða einkaleyfi til happdrættisreksturs og reksturs spilakassa sem eru lögverndaðar peningamaskínur og skapa handhöfum þeirra margfalt fjármagn á við það sem Lottó skilar. Það er sannfæring mín að fjármunir úr almannasjóðum til íþróttahreyfingarinnar sé skynsamleg ráðstöfun fjármagns. Forvarnargildi íþrótta er mikið og eykur lífsgæði þeirra sem þær stunda. Jafnframt sýna margar rannsóknir að íþróttaiðkun sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Með öflugum stuðningi við íþróttahreyfinguna væri hægt að spara mikla fjármuni í opinberum rekstri, sem við gætum nýtt í aðra samfélagslega þjónustu eins og menningu og listir. Ef skoðað er frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2010 er því miður horfið af þeirri braut að efla fé til íþróttamála og mikill niðurskurður er á þeim málaflokki á meðan listastofnanir búa við lítinn sem engan niðurskurð á sinni starfsemi. Það er ekki okkar háttur í íþróttahreyfingunni að gagnrýna fjárveitingar til annarra aðila, við samgleðjumst með listastofnunum og listamönnum. Aftur á móti þurfum við í íþróttahreyfingunni að vera duglegri í að láta í okkur heyra og upplýsa ráðamenn um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og hversu mikill þjóðhagslegur sparnaður er af því að hér á landi sé rekið öflugt íþróttastarf. Höfundur er framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar