Enski boltinn

Petit: Gagnrýnir Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Flamini spilar nú með Gattuso hjá Milan en ekki á móti honum.
Flamini spilar nú með Gattuso hjá Milan en ekki á móti honum. Nordic Photos/Getty Images

Fyrrum miðjumaður Arsenal, Frakkinn Emmanuel Petit, hefur gagnrýnt stefnu Arsenal í leikmannamálum og vil að félagið endurskoði hana.

Arsenal hefur ekki unnið titil síðan árið 2005 og hefur misst leikmenn þar sem félagið hefur ekki viljað sprengja sig í launamálum.

„Það myndast samband milli leikmanna á vellinum og það verður að eyða peningum til þess að halda þessu sambandi," sagði Petit.

„Ég er ekki að segja að félagið þurfi að eyða peningum þegar leikmenn eru til staðar en það þarf að sýna leikmönnunum á táknrænan hátt að félagið vilji halda þeim."

Arsenal hefur þrátt fyrir þessa staðreynd komið sér í undanúrslit Meistaradeildarinnar og enska bikarsins í vetur.

Petit segist sérstaklega sjá á bak Mathieu Flamini sem fór til AC Milan.

„Eftir að hann var farinn var Fabregas eins og munaðarleysingi í byrjun næsta tímabils. Hann var alltaf að leita að Flamini en hann var í Mílanó."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×