Jón Steinsson hrópar húrra fyrir auðlindasköttum 8. október 2009 08:35 Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia er mjög ánægður með þau áform ríkisstjórnarinnar að koma á auðlinda- og umhverfissköttum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar á vefritið Deiglan þar sem hann fjallar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Enn er ekki ljóst nákvæmlega hvers eðlis þær skattahækkanir verða sem eiga að auka tekjur ríkissjóðs um 60 milljarða kr á næsta ári. Það er þó mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin stefnir að því að afla hluta af þessum tekjum með auðlinda- og umhverfissköttum. Þó fyrr hefði verið," segir Jón Steinsson í pistli sínum. „Stór hluti af tekjum margra ríkja koma í gegnum auðlindagjöld/skatta af sameiginlegum náttúruauðlindum (aðallega olíu). Ísland er líklega það land í heiminum sem býr yfir mestum náttúruauðlindum miðað við höfðatölu. En á Íslandi hafa skattgreiðendur ekki notið góðs af þessum sameiginlegu auðlindum svo neinu nemur. Þær hafa þess í stað verið afhentar án endurgjalds (í tilfelli fiskistofnanna) eða seldar með afslætti til erlendra álfyrirtækja (í tilfelli orkunnar). Það er tími til kominn að slíkt breytist. Auðlindagjöld og umhverfisskattar hafa mikilvæga kosti fram yfir hefðbundna skatta. Hefðbundin skattlagning er vinnuletjandi. Hún dregur því þrótt úr hagkerfinu. Auðlindagjöld ef rétt útfærð eru þess í stað eðlilegt leiguverð fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Rétt eins og ef við Íslendingar ættum sameiginlega gríðarmikið af íbúðum í New York, leigðum þær út og lækkuðum skatta á móti. Umhverfisskattar eru enn betri. Þeir skapa tekjur og draga úr útblæstri sem er hvort tveggja af hinu góða." Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia er mjög ánægður með þau áform ríkisstjórnarinnar að koma á auðlinda- og umhverfissköttum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar á vefritið Deiglan þar sem hann fjallar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Enn er ekki ljóst nákvæmlega hvers eðlis þær skattahækkanir verða sem eiga að auka tekjur ríkissjóðs um 60 milljarða kr á næsta ári. Það er þó mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin stefnir að því að afla hluta af þessum tekjum með auðlinda- og umhverfissköttum. Þó fyrr hefði verið," segir Jón Steinsson í pistli sínum. „Stór hluti af tekjum margra ríkja koma í gegnum auðlindagjöld/skatta af sameiginlegum náttúruauðlindum (aðallega olíu). Ísland er líklega það land í heiminum sem býr yfir mestum náttúruauðlindum miðað við höfðatölu. En á Íslandi hafa skattgreiðendur ekki notið góðs af þessum sameiginlegu auðlindum svo neinu nemur. Þær hafa þess í stað verið afhentar án endurgjalds (í tilfelli fiskistofnanna) eða seldar með afslætti til erlendra álfyrirtækja (í tilfelli orkunnar). Það er tími til kominn að slíkt breytist. Auðlindagjöld og umhverfisskattar hafa mikilvæga kosti fram yfir hefðbundna skatta. Hefðbundin skattlagning er vinnuletjandi. Hún dregur því þrótt úr hagkerfinu. Auðlindagjöld ef rétt útfærð eru þess í stað eðlilegt leiguverð fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Rétt eins og ef við Íslendingar ættum sameiginlega gríðarmikið af íbúðum í New York, leigðum þær út og lækkuðum skatta á móti. Umhverfisskattar eru enn betri. Þeir skapa tekjur og draga úr útblæstri sem er hvort tveggja af hinu góða."
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira