Innlent

Kærir ummæli um Íslandssetrið

Af vefsíðu Íslandsseturs.
Af vefsíðu Íslandsseturs.
Forstöðumaður Íslandssetursins í Danmörku ætlar að kæra íslensk hjón sem sögðu farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við setrið.

Hjónin sögðu sögu sína í fréttum stöðvar tvö í gær og sökuðu forstöðumann Íslandssetursins meðal annars um blekkingar og svik.

Baldvin Björnsson, forstöðumaður Íslandssetursins, vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við fréttastofu í morgun. Hann sagði ekki vita hvað hjónunum gengi til og að ásakanir þeirra væru úr lausu lofti gripnar. Hann hefur þegar sett sig í samband við lögfræðinga vegna málsins.




Tengdar fréttir

Íslensk hjón segjast svikin

Íslenskum hjónum, með fjögur ung börn, og feðgum var flogið heim frá Danmörku í gær á kostnað ríkisins eftir að hafa misst allt sitt í hendur Íslendings sem þau saka um að hafa vísvitandi nýtt sér neyð þeirra og haft af þeim aleiguna. Neyðin var slík að íslenska sendiráðið í Danmörku sendi þeim pening í vikunni til að börnin syltu ekki.

Björguðu átta manns eftir ótrúlega hrakningar

„Þetta voru þrír fullorðnir einstaklingar og svo fimm börn," segir Óskar Björn Óskarsson sem sótti átta manns til Reesnæs Strandvej í Danmörku en þau voru þar aðframkominn eftir að hafa verið svikinn um vinnu og pening. Um íslenska fjölskyldu er að ræða en með henni var vinur þeirra. Þau voru á þrítugsaldri en börnin frá tveggja ára aldri til ellefu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×