Enski boltinn

Ronaldo á einkaæfingu hjá fljótasta manni í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt er alvöru töffari og veit vel af því.
Usain Bolt er alvöru töffari og veit vel af því. Mynd/GettyImages

Cristiano Ronaldo fær góða heimsókn í næsta mánuði því Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, ætlar að mæta á æfingasvæðið hjá Mannchester United og taka Ronaldo á einkaæfingu.

Bolt er að keppa í 150 metra götuhlaupi í Manchester á sama tíma og Manchester United tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Bolt er mikið knattspyrnuáhugamaður og stuðningsmaður Manchester United.

„Ég ætla að gefa Ronaldo nokkur góð ráð svo að hann geti hjálpað United að vinna Arsenal," segir Bolt og þrátt fyrir að Ronaldo þyki vera allt annað en seinn á fótboltavellinum þá ættu góð ráð frá þessum heimsmetshafa í 100 og 200 metra hlaupum ekki að spilla fyrir.

„Kannski getur Ronaldo gefið mér nokkuð fótboltaráð á móti. Ég er örfættur og eldfljótur og hver veit nema að Alex Ferguson hafi einhver not fyrir mig," sagði Bolt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×