Erlent

Skutu borgarstjóra í hefndarskyni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglumenn á hlaupum.
Lögreglumenn á hlaupum. MYND/Reuters

Byssumenn, sem grunur leikur á að tengist eiturlyfjasmyglhring, skutu borgarstjóra Namiquipa-borgar í Norður-Mexíkó til bana þar sem hann sat undir stýri bíls síns í gær. Talið er víst að árásin sé hefndaraðgerð og tengist handtöku 25 grunaðra leigumorðingja í júní. Mikil skálmöld hefur ríkt í borginni undanfarið, í fyrra rændu glæpamenn lögreglustjóranum, sem er enn ófundinn, og í síðustu viku var mormónaleiðtogi þar skotinn til bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×