Enski boltinn

Shearer hefur enn trú á Owen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er langt síðan að Michael Owen setti hann fyrir Newcastle.
Það er langt síðan að Michael Owen setti hann fyrir Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Alan Shearer, stjóri Newcastle, hefur enn trú á að Michael Owen sé rétti maðurinn til að leiða liðið úr þeim ógöngum sem það er í.

Newcastle er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Owen hefur átt erfitt uppdráttar og ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum með Newcastle.

Sparkspekingar hafa haldið því fram að Owen sé bara inn í byrjunarliðinu þar sem hann og Shearer eru miklir vinir.

„Framherjar sem ekki skora þurfa alltaf að þola gagnrýni. Það veit hann og ég líka," sagði Shearer í samtali við enska fjölmiðla.

„Það hefur gerst áður og mun gerast aftur. Michael getur þolað þessa gagnrýni."

„Við vitum að ef við sköpum okkur færi verður Michael mættur á réttan stað og mun skora mörk."

„Það hefur verið mikið áhyggjuefni fyrir okkur hversu lítið af færum við höfum skapað í síðustu þremur leikjum og það er eitthvað sem við þurfum að laga á mánudaginn," bætti hann við en Newcastle mætir þá Portsmouth á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×