Erlent

Skotinn til bana við Capitol Hill

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/CNN

Lögregla í Washington skaut mann til bana utan við þinghúsið eftir snarpan skotbardaga í gærkvöldi. Tveir lögreglumenn særðust í bardaganum en ekki er talið að atvikið hafi haft neitt með þinghúsið að gera. Lögregla var að veita manninum eftirför og við þinghúsið dró hann upp byssu og skaut í átt að lögregluþjónum. Þeir skutu þá á móti og felldu hann. Hluta þinghússins var lokað í skyndi þegar skothvellirnir kváðu við en starfsemi þingsins varð ekki fyrir neinni truflun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×