Erlent

Verkfall 12.000 breskra póstmanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Verkfall 12.000 póststarfsmanna um allt Bretland, sem hefst síðdegis á morgun og stendur í einn sólarhring, mun setja póstþjónustu þar í landi verulega úr skorðum. Um er að ræða einn af hverjum þrettán starfsmönnum Konunglegu póstþjónustunnar en þeir eru æfir yfir því að laun þeirra og vinnutími hafi verið skorin niður án nokkurs samráðs við þá sjálfa. Þetta komi harkalega niður á þjónustu póstsins og allri starfsemi. Verkfallið er það umfangsmesta í sögu póstsins síðan árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×