Innlent

Fimm fjórhjólum stolið í Grindavík

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur borist tilkynning um innbrot í fjórhjólaleigu í Grindavík og að þaðan hafi verið stolið fimm fjórhjólum af gerðinni Bombardier, gulum og svörtum að lit.

Þjófnaður þessi átti sér stað 18. eða 19. febrúar. Auk fjórhjólanna hafi miklu magni af fylgihlutum fjórhjóla verið stolið, svo sem hjálmum, göllum, skóm og vetlingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×