Erlent

Búrkur tákn um undirgefni

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði á mánudag að búrkur íslamskra kvenna væru ekki velkomnar í Frakklandi. Þær væru ekki tákn um trú, heldur um undirgefni kvenna. Franska þingið samþykkti í gær að rannsaka áhrif búrkna og í framhaldinu verður skoðað hvort lög verði sett til að banna þær.

Sarkozy sagði að konur í búrkum væru fangar á bak við net og væru útilokaðar frá félagslífi og sviptar sjálfsmynd. Það væri ekki hægt að líða í Frakklandi.

Um fimm milljónir múslima eru í Frakklandi. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×