Innlent

ASÍ hefur áhyggjur af umfangi skattahækkana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Mynd/Pjetur
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Mynd/Pjetur
Alþýðusamband Íslands hefur þungar áhyggjur af umfangi skattahækkana sem sé mun meira en boðað var við gerð stöðugleikasáttmálans. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ.

ASÍ segir að mikilvægt sé að breytingar á sköttum einstaklinga verði með þeim hætti að þeim tekjulægstu verði hlíft sem kostur sé. Miðstjórn varar sérstaklega við þeim áhrifum, sem hækkun neysluskatta hafi á rekstur og skuldir heimilanna. Jafnframt bendir miðstjórn á að miklar skattahækkanir leiði til meiri samdráttar í atvinnulífinu með skerðingu á kjörum og auknu atvinnuleysi.

Þá mótmælir miðstjórn ASÍ boðuðum breytingum á skattlagningu tekna sjómanna og bendir á að við gerð stöðugleikasáttmálans í vor hafi því verið heitið að ekki yrði gripið til aðgerða sem myndu hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×