Innlent

Vilja Norðfjarðargöng strax eftir Héðinsfjörð

Gangamunni í Oddsskarði Íbúar í Fjarðabyggð vilja að boruð verði ný göng í stað einbreiðra ganga í sex hundruð metra hæð í Oddsskarði.Fréttablaðið/GVA
Gangamunni í Oddsskarði Íbúar í Fjarðabyggð vilja að boruð verði ný göng í stað einbreiðra ganga í sex hundruð metra hæð í Oddsskarði.Fréttablaðið/GVA

„Við íbúar Fjarðabyggðar gerum þá eindregnu kröfu til þingmanna kjördæmisins og ráðamanna í samgöngumálum að herða sem aldrei fyrr baráttuna fyrir því að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hefjist strax að loknum Héðinsfjarðargöngum,“ segir í ályktun borgarafundar á Eskifirði á mánudagskvöld.

„Á undanförnum misserum hafa náðst mikil­vægir áfangar í samgöngum innan Fjarðabyggðar. Enn stendur versti farartálminn þó eftir – einbreið göng í meira en 600 metra hæð í Oddsskarði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar,“ segir í ályktunni. „Við gerum þá kröfu til samgönguyfirvalda að löngu gefin fyrirheit um Norðfjarðargöng verði efnd, enda er alls ekki hægt að líta svo á að sveitarfélagið sé að fullu sameinað fyrr en göngin hafa verið tekin í notkun.“

Þá er minnt á að í Fjarðabyggð, norðan Oddsskarðs, séu meðal annars Fjórðungssjúkrahús Austurlands, Verkmenntaskóli Austurlands og eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. „Sunnan Oddsskarðs við Mjóeyrar­höfn er 700 til 800 manna vinnustaður, sá stærsti á Austurlandi. Um þann erfiða fjallveg, sem Oddsskarð er, fara fram gífurlegir flutningar á fólki, vörum og gjaldeyrisskapandi sjávarafurðum til útflutnings,“ segir í ályktuninni og þess er krafist að upphaf framkvæmda við Norðfjarðargöng verði strax að loknum Héðinsfjarðargöngum á næsta eða þar næsta ári.- garAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.