Innlent

Óvíst hvenær fólk verður kært

Frambjóðendur í síðustu alþingiskosningum höfðu frest til 25. október til að skila inn fjárhagslegum upplýsingum vegna framboðsins. Þá áttu tæplega hundrað af 371 eftir að skila inn.  Fréttablaðið/pjetur
Frambjóðendur í síðustu alþingiskosningum höfðu frest til 25. október til að skila inn fjárhagslegum upplýsingum vegna framboðsins. Þá áttu tæplega hundrað af 371 eftir að skila inn. Fréttablaðið/pjetur
Hjá Ríkisendurskoðun hefur ekki verið ákveðið hvenær þeir frambjóðendur til síðustu alþingiskosninga, sem trassa að skila inn lögbundnum fjárhagsupplýsingum vegna framboðsins, verða kærðir til lögreglu.

Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka gætu frambjóðendurnir átt allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. En þetta er í fyrsta skipti sem upplýsinganna er krafist.

„Við sendum frambjóðendunum hvatningu innan tíðar og sjáum svo til hvað gerist,“ segir Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun.

Nú á 21 frambjóðandi af 371 eftir að skila inn upplýsingum til Ríkisendurskoðunar.

Þrír úr Frjálslynda flokknum eiga eftir að skila, þeir Guðjón Arnar Kristjánsson, Guðni Halldórsson og Sigurður Ó. Hallgrímsson.

Úr Samfylkingu Pétur Tyrfingsson.

Sjö úr Sjálfstæðisflokki: Árni Árnason, Árni Johnsen, Bergþór Ólason, Haukur Þór Hauksson, Kjartan Þ. Ólafsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir og Þórður Guðjónsson.

Flestir skussarnir eru úr VG, tíu talsins: Heimir Björn Janusarson, Hörður Þórisson, Jósep B. Helgason, Paul Nikolov, Sigurður Ingvi Björnsson, Sigurjón Einarsson, Trausti Aðalsteinsson, Úlfur Björnsson, Þorsteinn Bergsson og Þorvaldur Þorvaldsson. - kóþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×