Innlent

Kærði ákvörðun um framsal

Karlmaður frá Srí Lanka hefur kært ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um framsal til Þýskalands til héraðsdóms. Framsalið er til fullnustu refsidóms sem maðurinn hlaut í Þýskalandi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann er búinn að afplána hluta refsingar. Hann hefur dvalið hér á landi í sumar, en framsalsbeiðni kom fram undir haust.

Maðurinn hlaut dóm hér á landi í júní. Þá var hann dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir skjalafals, eftir að hann kom hingað á fölsuðum skilríkjum. Héraðsdómur mun úrskurða um hvort orðið verður við framsali.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×