Umbúðalaust um stelpur 1. júlí 2009 02:00 Í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku lýsti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi því yfir að jafnréttissinnar gerðu lítið úr slökum námsárangri drengja við lok grunnskóla. Þetta þykja mér sem femínista ómaklegar ásakanir. Vandmálið er hjá Þorbjörgu skilgreint sem ójafn árangur kynjanna við lok grunnskólans og óþolandi óréttlæti þess að unglingsstúlkur hafi á einhvern hátt forskot á unglingsdrengi við val á framhaldsskólum. Tvær spurningar koma upp í hugann við þessa skilgreiningu á vandamálinu. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Í aðalnámskrá grunnskóla sem tók gildi árið 2007 er rík áhersla lögð á líðan nemenda og að skólinn styrki sjálfsvirðingu nemenda og sjálfsmynd; einkunnir á prófum eru ekki eini mælikvarðinn á gæði skólastarfs. Í vetur hafa farið fram samræmdar mánaðarlegar mælingar á líðan og virkni nemenda og skóla- og bekkjaranda hjá úrtaki 4.500 nemenda í 6.-10. bekk í 33 grunnskólum í gegnum sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn. Niðurstöður fyrir nemendur á unglingastigi sýna að líðan og sjálfsmynd kynjanna er ójöfn og mun verri hjá stúlkum eftir því sem nær dregur lokum grunnskólans. Stúlkur í 10. bekk eru marktækt kvíðnari, líður verr, hafa minna sjálfsálit og telja sig hafa minni stjórn á eigin lífi en drengir. Sem dæmi má nefna svör við tveimur spurningum á mælikvörðum um sjálfsálit og vanlíðan. Spurt var hversu sammála nemandinn væri staðhæfingunni „Stundum finnst mér ég einskis virði". Þriðja hver stúlka en fimmti hver drengur var sammála eða mjög sammála þessari fullyrðingu. Að sama skapi var spurt um hve oft á síðustu 7 dögum viðkomandi hefði verið dapur/döpur. Í ljós kom að nálægt því önnur hver stúlka (42%) en tæplega fimmti hver drengur (19%) hafði stundum eða oft verið dapur/döpur á síðustu 7 dögunum fyrir svörun könnunarinnar. Það er skýr og afgerandi kynjamunur á líðan nemenda í 10. bekk en í 32 af 33 spurningum í spurningakönnuninni um líðan kom í ljós tölfræðilega marktækur munur á milli kynjanna stúlkum í óhag. Staðhæfingar Þorbjargar um að drengjum líði verr í skólanum en stúlkum eru rangar og í andstöðu við fyrirliggjandi niður-stöður. Verri andleg líðan 10-17 ára stúlkna en drengja kemur fram í alþjóðlegu HBSC (Health Behaviour in School aged Children) rannsókninni sem Þóroddur Bjarnason og Stefán Hrafn Jónsson unnu að árið 2007 og í nýlegri rannsókn sem Inga D. Sigfúsdóttir birti ásamt fleirum árið 2008. Eins mikilvægt og það er að stuðla að jafnrétti kynjanna er jafnframt nauðsynlegt að halda til haga réttum staðreyndum. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? Einkunnir mæla einungis brot af markmiðum grunnskólans. Slakur námsárangur ákveðins hluta drengja er alvarlegur og krefst viðbragða. Þessi viðbrögð mega þó ekki draga athygli frá þeirri staðreynd að líðan, sjálfsvirðing og sjálfsmynd hjá ákveðnum hluta stúlkna á unglingastiginu er mjög slæm. Ég tel að beina verði athyglinni í mun meiri mæli að vanlíðan stúlkna við lok grunnskólans. Margar ástæður kunna að liggja þar að baki, t.d. að verið sé að beita stúlkur óeðlilegum þrýstingi um að standa sig gagnvart kennurum, vinum, foreldrum og staðalímyndum úr fjölmiðlum. Þetta er alvarlegt mál sem nauðsynlegt er að taka á og rannsaka frekar. 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Ég held að samfélaginu sé enginn greiði gerður með því að flokka nemendur eftir einkunnum inn í framhaldsskólana. Þessi mismunun á sér aðallega stað í þeim skólum sem Þorbjörg nefnir, þ.e. MR og VÍ. Kynjamisrétti í vali endar reyndar þar. Samkvæmt nýjustu tölum sækja 95% allra nemenda úr 10. bekk um framhaldskólanám nú í haust. Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um það að allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eigi rétt á að hefja framhaldsskólanám. Ég er þeirrar skoðunar að skólastjórnendur framhaldsskólanna ættu fyrst og fremst að líta til búsetu við inntöku í skólana og þess að nemendahópurinn sé eðlilega samsettur miðað við það samfélag sem skólinn er í. Það stuðlar að ríkari tengslum samfélagsins við skólann og dregur auk þess úr bifreiðanotkun. Höfundur er aðjúnkt í kennslufræði við Menntavísindasvið HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku lýsti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi því yfir að jafnréttissinnar gerðu lítið úr slökum námsárangri drengja við lok grunnskóla. Þetta þykja mér sem femínista ómaklegar ásakanir. Vandmálið er hjá Þorbjörgu skilgreint sem ójafn árangur kynjanna við lok grunnskólans og óþolandi óréttlæti þess að unglingsstúlkur hafi á einhvern hátt forskot á unglingsdrengi við val á framhaldsskólum. Tvær spurningar koma upp í hugann við þessa skilgreiningu á vandamálinu. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Í aðalnámskrá grunnskóla sem tók gildi árið 2007 er rík áhersla lögð á líðan nemenda og að skólinn styrki sjálfsvirðingu nemenda og sjálfsmynd; einkunnir á prófum eru ekki eini mælikvarðinn á gæði skólastarfs. Í vetur hafa farið fram samræmdar mánaðarlegar mælingar á líðan og virkni nemenda og skóla- og bekkjaranda hjá úrtaki 4.500 nemenda í 6.-10. bekk í 33 grunnskólum í gegnum sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn. Niðurstöður fyrir nemendur á unglingastigi sýna að líðan og sjálfsmynd kynjanna er ójöfn og mun verri hjá stúlkum eftir því sem nær dregur lokum grunnskólans. Stúlkur í 10. bekk eru marktækt kvíðnari, líður verr, hafa minna sjálfsálit og telja sig hafa minni stjórn á eigin lífi en drengir. Sem dæmi má nefna svör við tveimur spurningum á mælikvörðum um sjálfsálit og vanlíðan. Spurt var hversu sammála nemandinn væri staðhæfingunni „Stundum finnst mér ég einskis virði". Þriðja hver stúlka en fimmti hver drengur var sammála eða mjög sammála þessari fullyrðingu. Að sama skapi var spurt um hve oft á síðustu 7 dögum viðkomandi hefði verið dapur/döpur. Í ljós kom að nálægt því önnur hver stúlka (42%) en tæplega fimmti hver drengur (19%) hafði stundum eða oft verið dapur/döpur á síðustu 7 dögunum fyrir svörun könnunarinnar. Það er skýr og afgerandi kynjamunur á líðan nemenda í 10. bekk en í 32 af 33 spurningum í spurningakönnuninni um líðan kom í ljós tölfræðilega marktækur munur á milli kynjanna stúlkum í óhag. Staðhæfingar Þorbjargar um að drengjum líði verr í skólanum en stúlkum eru rangar og í andstöðu við fyrirliggjandi niður-stöður. Verri andleg líðan 10-17 ára stúlkna en drengja kemur fram í alþjóðlegu HBSC (Health Behaviour in School aged Children) rannsókninni sem Þóroddur Bjarnason og Stefán Hrafn Jónsson unnu að árið 2007 og í nýlegri rannsókn sem Inga D. Sigfúsdóttir birti ásamt fleirum árið 2008. Eins mikilvægt og það er að stuðla að jafnrétti kynjanna er jafnframt nauðsynlegt að halda til haga réttum staðreyndum. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? Einkunnir mæla einungis brot af markmiðum grunnskólans. Slakur námsárangur ákveðins hluta drengja er alvarlegur og krefst viðbragða. Þessi viðbrögð mega þó ekki draga athygli frá þeirri staðreynd að líðan, sjálfsvirðing og sjálfsmynd hjá ákveðnum hluta stúlkna á unglingastiginu er mjög slæm. Ég tel að beina verði athyglinni í mun meiri mæli að vanlíðan stúlkna við lok grunnskólans. Margar ástæður kunna að liggja þar að baki, t.d. að verið sé að beita stúlkur óeðlilegum þrýstingi um að standa sig gagnvart kennurum, vinum, foreldrum og staðalímyndum úr fjölmiðlum. Þetta er alvarlegt mál sem nauðsynlegt er að taka á og rannsaka frekar. 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Ég held að samfélaginu sé enginn greiði gerður með því að flokka nemendur eftir einkunnum inn í framhaldsskólana. Þessi mismunun á sér aðallega stað í þeim skólum sem Þorbjörg nefnir, þ.e. MR og VÍ. Kynjamisrétti í vali endar reyndar þar. Samkvæmt nýjustu tölum sækja 95% allra nemenda úr 10. bekk um framhaldskólanám nú í haust. Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um það að allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eigi rétt á að hefja framhaldsskólanám. Ég er þeirrar skoðunar að skólastjórnendur framhaldsskólanna ættu fyrst og fremst að líta til búsetu við inntöku í skólana og þess að nemendahópurinn sé eðlilega samsettur miðað við það samfélag sem skólinn er í. Það stuðlar að ríkari tengslum samfélagsins við skólann og dregur auk þess úr bifreiðanotkun. Höfundur er aðjúnkt í kennslufræði við Menntavísindasvið HÍ.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun