Umbúðalaust um stelpur 1. júlí 2009 02:00 Í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku lýsti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi því yfir að jafnréttissinnar gerðu lítið úr slökum námsárangri drengja við lok grunnskóla. Þetta þykja mér sem femínista ómaklegar ásakanir. Vandmálið er hjá Þorbjörgu skilgreint sem ójafn árangur kynjanna við lok grunnskólans og óþolandi óréttlæti þess að unglingsstúlkur hafi á einhvern hátt forskot á unglingsdrengi við val á framhaldsskólum. Tvær spurningar koma upp í hugann við þessa skilgreiningu á vandamálinu. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Í aðalnámskrá grunnskóla sem tók gildi árið 2007 er rík áhersla lögð á líðan nemenda og að skólinn styrki sjálfsvirðingu nemenda og sjálfsmynd; einkunnir á prófum eru ekki eini mælikvarðinn á gæði skólastarfs. Í vetur hafa farið fram samræmdar mánaðarlegar mælingar á líðan og virkni nemenda og skóla- og bekkjaranda hjá úrtaki 4.500 nemenda í 6.-10. bekk í 33 grunnskólum í gegnum sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn. Niðurstöður fyrir nemendur á unglingastigi sýna að líðan og sjálfsmynd kynjanna er ójöfn og mun verri hjá stúlkum eftir því sem nær dregur lokum grunnskólans. Stúlkur í 10. bekk eru marktækt kvíðnari, líður verr, hafa minna sjálfsálit og telja sig hafa minni stjórn á eigin lífi en drengir. Sem dæmi má nefna svör við tveimur spurningum á mælikvörðum um sjálfsálit og vanlíðan. Spurt var hversu sammála nemandinn væri staðhæfingunni „Stundum finnst mér ég einskis virði". Þriðja hver stúlka en fimmti hver drengur var sammála eða mjög sammála þessari fullyrðingu. Að sama skapi var spurt um hve oft á síðustu 7 dögum viðkomandi hefði verið dapur/döpur. Í ljós kom að nálægt því önnur hver stúlka (42%) en tæplega fimmti hver drengur (19%) hafði stundum eða oft verið dapur/döpur á síðustu 7 dögunum fyrir svörun könnunarinnar. Það er skýr og afgerandi kynjamunur á líðan nemenda í 10. bekk en í 32 af 33 spurningum í spurningakönnuninni um líðan kom í ljós tölfræðilega marktækur munur á milli kynjanna stúlkum í óhag. Staðhæfingar Þorbjargar um að drengjum líði verr í skólanum en stúlkum eru rangar og í andstöðu við fyrirliggjandi niður-stöður. Verri andleg líðan 10-17 ára stúlkna en drengja kemur fram í alþjóðlegu HBSC (Health Behaviour in School aged Children) rannsókninni sem Þóroddur Bjarnason og Stefán Hrafn Jónsson unnu að árið 2007 og í nýlegri rannsókn sem Inga D. Sigfúsdóttir birti ásamt fleirum árið 2008. Eins mikilvægt og það er að stuðla að jafnrétti kynjanna er jafnframt nauðsynlegt að halda til haga réttum staðreyndum. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? Einkunnir mæla einungis brot af markmiðum grunnskólans. Slakur námsárangur ákveðins hluta drengja er alvarlegur og krefst viðbragða. Þessi viðbrögð mega þó ekki draga athygli frá þeirri staðreynd að líðan, sjálfsvirðing og sjálfsmynd hjá ákveðnum hluta stúlkna á unglingastiginu er mjög slæm. Ég tel að beina verði athyglinni í mun meiri mæli að vanlíðan stúlkna við lok grunnskólans. Margar ástæður kunna að liggja þar að baki, t.d. að verið sé að beita stúlkur óeðlilegum þrýstingi um að standa sig gagnvart kennurum, vinum, foreldrum og staðalímyndum úr fjölmiðlum. Þetta er alvarlegt mál sem nauðsynlegt er að taka á og rannsaka frekar. 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Ég held að samfélaginu sé enginn greiði gerður með því að flokka nemendur eftir einkunnum inn í framhaldsskólana. Þessi mismunun á sér aðallega stað í þeim skólum sem Þorbjörg nefnir, þ.e. MR og VÍ. Kynjamisrétti í vali endar reyndar þar. Samkvæmt nýjustu tölum sækja 95% allra nemenda úr 10. bekk um framhaldskólanám nú í haust. Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um það að allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eigi rétt á að hefja framhaldsskólanám. Ég er þeirrar skoðunar að skólastjórnendur framhaldsskólanna ættu fyrst og fremst að líta til búsetu við inntöku í skólana og þess að nemendahópurinn sé eðlilega samsettur miðað við það samfélag sem skólinn er í. Það stuðlar að ríkari tengslum samfélagsins við skólann og dregur auk þess úr bifreiðanotkun. Höfundur er aðjúnkt í kennslufræði við Menntavísindasvið HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku lýsti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi því yfir að jafnréttissinnar gerðu lítið úr slökum námsárangri drengja við lok grunnskóla. Þetta þykja mér sem femínista ómaklegar ásakanir. Vandmálið er hjá Þorbjörgu skilgreint sem ójafn árangur kynjanna við lok grunnskólans og óþolandi óréttlæti þess að unglingsstúlkur hafi á einhvern hátt forskot á unglingsdrengi við val á framhaldsskólum. Tvær spurningar koma upp í hugann við þessa skilgreiningu á vandamálinu. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Í aðalnámskrá grunnskóla sem tók gildi árið 2007 er rík áhersla lögð á líðan nemenda og að skólinn styrki sjálfsvirðingu nemenda og sjálfsmynd; einkunnir á prófum eru ekki eini mælikvarðinn á gæði skólastarfs. Í vetur hafa farið fram samræmdar mánaðarlegar mælingar á líðan og virkni nemenda og skóla- og bekkjaranda hjá úrtaki 4.500 nemenda í 6.-10. bekk í 33 grunnskólum í gegnum sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn. Niðurstöður fyrir nemendur á unglingastigi sýna að líðan og sjálfsmynd kynjanna er ójöfn og mun verri hjá stúlkum eftir því sem nær dregur lokum grunnskólans. Stúlkur í 10. bekk eru marktækt kvíðnari, líður verr, hafa minna sjálfsálit og telja sig hafa minni stjórn á eigin lífi en drengir. Sem dæmi má nefna svör við tveimur spurningum á mælikvörðum um sjálfsálit og vanlíðan. Spurt var hversu sammála nemandinn væri staðhæfingunni „Stundum finnst mér ég einskis virði". Þriðja hver stúlka en fimmti hver drengur var sammála eða mjög sammála þessari fullyrðingu. Að sama skapi var spurt um hve oft á síðustu 7 dögum viðkomandi hefði verið dapur/döpur. Í ljós kom að nálægt því önnur hver stúlka (42%) en tæplega fimmti hver drengur (19%) hafði stundum eða oft verið dapur/döpur á síðustu 7 dögunum fyrir svörun könnunarinnar. Það er skýr og afgerandi kynjamunur á líðan nemenda í 10. bekk en í 32 af 33 spurningum í spurningakönnuninni um líðan kom í ljós tölfræðilega marktækur munur á milli kynjanna stúlkum í óhag. Staðhæfingar Þorbjargar um að drengjum líði verr í skólanum en stúlkum eru rangar og í andstöðu við fyrirliggjandi niður-stöður. Verri andleg líðan 10-17 ára stúlkna en drengja kemur fram í alþjóðlegu HBSC (Health Behaviour in School aged Children) rannsókninni sem Þóroddur Bjarnason og Stefán Hrafn Jónsson unnu að árið 2007 og í nýlegri rannsókn sem Inga D. Sigfúsdóttir birti ásamt fleirum árið 2008. Eins mikilvægt og það er að stuðla að jafnrétti kynjanna er jafnframt nauðsynlegt að halda til haga réttum staðreyndum. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? Einkunnir mæla einungis brot af markmiðum grunnskólans. Slakur námsárangur ákveðins hluta drengja er alvarlegur og krefst viðbragða. Þessi viðbrögð mega þó ekki draga athygli frá þeirri staðreynd að líðan, sjálfsvirðing og sjálfsmynd hjá ákveðnum hluta stúlkna á unglingastiginu er mjög slæm. Ég tel að beina verði athyglinni í mun meiri mæli að vanlíðan stúlkna við lok grunnskólans. Margar ástæður kunna að liggja þar að baki, t.d. að verið sé að beita stúlkur óeðlilegum þrýstingi um að standa sig gagnvart kennurum, vinum, foreldrum og staðalímyndum úr fjölmiðlum. Þetta er alvarlegt mál sem nauðsynlegt er að taka á og rannsaka frekar. 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Ég held að samfélaginu sé enginn greiði gerður með því að flokka nemendur eftir einkunnum inn í framhaldsskólana. Þessi mismunun á sér aðallega stað í þeim skólum sem Þorbjörg nefnir, þ.e. MR og VÍ. Kynjamisrétti í vali endar reyndar þar. Samkvæmt nýjustu tölum sækja 95% allra nemenda úr 10. bekk um framhaldskólanám nú í haust. Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um það að allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eigi rétt á að hefja framhaldsskólanám. Ég er þeirrar skoðunar að skólastjórnendur framhaldsskólanna ættu fyrst og fremst að líta til búsetu við inntöku í skólana og þess að nemendahópurinn sé eðlilega samsettur miðað við það samfélag sem skólinn er í. Það stuðlar að ríkari tengslum samfélagsins við skólann og dregur auk þess úr bifreiðanotkun. Höfundur er aðjúnkt í kennslufræði við Menntavísindasvið HÍ.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun