Umbúðalaust um stelpur 1. júlí 2009 02:00 Í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku lýsti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi því yfir að jafnréttissinnar gerðu lítið úr slökum námsárangri drengja við lok grunnskóla. Þetta þykja mér sem femínista ómaklegar ásakanir. Vandmálið er hjá Þorbjörgu skilgreint sem ójafn árangur kynjanna við lok grunnskólans og óþolandi óréttlæti þess að unglingsstúlkur hafi á einhvern hátt forskot á unglingsdrengi við val á framhaldsskólum. Tvær spurningar koma upp í hugann við þessa skilgreiningu á vandamálinu. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Í aðalnámskrá grunnskóla sem tók gildi árið 2007 er rík áhersla lögð á líðan nemenda og að skólinn styrki sjálfsvirðingu nemenda og sjálfsmynd; einkunnir á prófum eru ekki eini mælikvarðinn á gæði skólastarfs. Í vetur hafa farið fram samræmdar mánaðarlegar mælingar á líðan og virkni nemenda og skóla- og bekkjaranda hjá úrtaki 4.500 nemenda í 6.-10. bekk í 33 grunnskólum í gegnum sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn. Niðurstöður fyrir nemendur á unglingastigi sýna að líðan og sjálfsmynd kynjanna er ójöfn og mun verri hjá stúlkum eftir því sem nær dregur lokum grunnskólans. Stúlkur í 10. bekk eru marktækt kvíðnari, líður verr, hafa minna sjálfsálit og telja sig hafa minni stjórn á eigin lífi en drengir. Sem dæmi má nefna svör við tveimur spurningum á mælikvörðum um sjálfsálit og vanlíðan. Spurt var hversu sammála nemandinn væri staðhæfingunni „Stundum finnst mér ég einskis virði". Þriðja hver stúlka en fimmti hver drengur var sammála eða mjög sammála þessari fullyrðingu. Að sama skapi var spurt um hve oft á síðustu 7 dögum viðkomandi hefði verið dapur/döpur. Í ljós kom að nálægt því önnur hver stúlka (42%) en tæplega fimmti hver drengur (19%) hafði stundum eða oft verið dapur/döpur á síðustu 7 dögunum fyrir svörun könnunarinnar. Það er skýr og afgerandi kynjamunur á líðan nemenda í 10. bekk en í 32 af 33 spurningum í spurningakönnuninni um líðan kom í ljós tölfræðilega marktækur munur á milli kynjanna stúlkum í óhag. Staðhæfingar Þorbjargar um að drengjum líði verr í skólanum en stúlkum eru rangar og í andstöðu við fyrirliggjandi niður-stöður. Verri andleg líðan 10-17 ára stúlkna en drengja kemur fram í alþjóðlegu HBSC (Health Behaviour in School aged Children) rannsókninni sem Þóroddur Bjarnason og Stefán Hrafn Jónsson unnu að árið 2007 og í nýlegri rannsókn sem Inga D. Sigfúsdóttir birti ásamt fleirum árið 2008. Eins mikilvægt og það er að stuðla að jafnrétti kynjanna er jafnframt nauðsynlegt að halda til haga réttum staðreyndum. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? Einkunnir mæla einungis brot af markmiðum grunnskólans. Slakur námsárangur ákveðins hluta drengja er alvarlegur og krefst viðbragða. Þessi viðbrögð mega þó ekki draga athygli frá þeirri staðreynd að líðan, sjálfsvirðing og sjálfsmynd hjá ákveðnum hluta stúlkna á unglingastiginu er mjög slæm. Ég tel að beina verði athyglinni í mun meiri mæli að vanlíðan stúlkna við lok grunnskólans. Margar ástæður kunna að liggja þar að baki, t.d. að verið sé að beita stúlkur óeðlilegum þrýstingi um að standa sig gagnvart kennurum, vinum, foreldrum og staðalímyndum úr fjölmiðlum. Þetta er alvarlegt mál sem nauðsynlegt er að taka á og rannsaka frekar. 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Ég held að samfélaginu sé enginn greiði gerður með því að flokka nemendur eftir einkunnum inn í framhaldsskólana. Þessi mismunun á sér aðallega stað í þeim skólum sem Þorbjörg nefnir, þ.e. MR og VÍ. Kynjamisrétti í vali endar reyndar þar. Samkvæmt nýjustu tölum sækja 95% allra nemenda úr 10. bekk um framhaldskólanám nú í haust. Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um það að allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eigi rétt á að hefja framhaldsskólanám. Ég er þeirrar skoðunar að skólastjórnendur framhaldsskólanna ættu fyrst og fremst að líta til búsetu við inntöku í skólana og þess að nemendahópurinn sé eðlilega samsettur miðað við það samfélag sem skólinn er í. Það stuðlar að ríkari tengslum samfélagsins við skólann og dregur auk þess úr bifreiðanotkun. Höfundur er aðjúnkt í kennslufræði við Menntavísindasvið HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku lýsti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi því yfir að jafnréttissinnar gerðu lítið úr slökum námsárangri drengja við lok grunnskóla. Þetta þykja mér sem femínista ómaklegar ásakanir. Vandmálið er hjá Þorbjörgu skilgreint sem ójafn árangur kynjanna við lok grunnskólans og óþolandi óréttlæti þess að unglingsstúlkur hafi á einhvern hátt forskot á unglingsdrengi við val á framhaldsskólum. Tvær spurningar koma upp í hugann við þessa skilgreiningu á vandamálinu. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Í aðalnámskrá grunnskóla sem tók gildi árið 2007 er rík áhersla lögð á líðan nemenda og að skólinn styrki sjálfsvirðingu nemenda og sjálfsmynd; einkunnir á prófum eru ekki eini mælikvarðinn á gæði skólastarfs. Í vetur hafa farið fram samræmdar mánaðarlegar mælingar á líðan og virkni nemenda og skóla- og bekkjaranda hjá úrtaki 4.500 nemenda í 6.-10. bekk í 33 grunnskólum í gegnum sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn. Niðurstöður fyrir nemendur á unglingastigi sýna að líðan og sjálfsmynd kynjanna er ójöfn og mun verri hjá stúlkum eftir því sem nær dregur lokum grunnskólans. Stúlkur í 10. bekk eru marktækt kvíðnari, líður verr, hafa minna sjálfsálit og telja sig hafa minni stjórn á eigin lífi en drengir. Sem dæmi má nefna svör við tveimur spurningum á mælikvörðum um sjálfsálit og vanlíðan. Spurt var hversu sammála nemandinn væri staðhæfingunni „Stundum finnst mér ég einskis virði". Þriðja hver stúlka en fimmti hver drengur var sammála eða mjög sammála þessari fullyrðingu. Að sama skapi var spurt um hve oft á síðustu 7 dögum viðkomandi hefði verið dapur/döpur. Í ljós kom að nálægt því önnur hver stúlka (42%) en tæplega fimmti hver drengur (19%) hafði stundum eða oft verið dapur/döpur á síðustu 7 dögunum fyrir svörun könnunarinnar. Það er skýr og afgerandi kynjamunur á líðan nemenda í 10. bekk en í 32 af 33 spurningum í spurningakönnuninni um líðan kom í ljós tölfræðilega marktækur munur á milli kynjanna stúlkum í óhag. Staðhæfingar Þorbjargar um að drengjum líði verr í skólanum en stúlkum eru rangar og í andstöðu við fyrirliggjandi niður-stöður. Verri andleg líðan 10-17 ára stúlkna en drengja kemur fram í alþjóðlegu HBSC (Health Behaviour in School aged Children) rannsókninni sem Þóroddur Bjarnason og Stefán Hrafn Jónsson unnu að árið 2007 og í nýlegri rannsókn sem Inga D. Sigfúsdóttir birti ásamt fleirum árið 2008. Eins mikilvægt og það er að stuðla að jafnrétti kynjanna er jafnframt nauðsynlegt að halda til haga réttum staðreyndum. 1. Er árangur á skólastarfi eingöngu mældur í einkunnum? Einkunnir mæla einungis brot af markmiðum grunnskólans. Slakur námsárangur ákveðins hluta drengja er alvarlegur og krefst viðbragða. Þessi viðbrögð mega þó ekki draga athygli frá þeirri staðreynd að líðan, sjálfsvirðing og sjálfsmynd hjá ákveðnum hluta stúlkna á unglingastiginu er mjög slæm. Ég tel að beina verði athyglinni í mun meiri mæli að vanlíðan stúlkna við lok grunnskólans. Margar ástæður kunna að liggja þar að baki, t.d. að verið sé að beita stúlkur óeðlilegum þrýstingi um að standa sig gagnvart kennurum, vinum, foreldrum og staðalímyndum úr fjölmiðlum. Þetta er alvarlegt mál sem nauðsynlegt er að taka á og rannsaka frekar. 2. Erum við að gera samfélaginu greiða með því safna nemendum með háar einkunnir saman í sérstaka skóla? Ég held að samfélaginu sé enginn greiði gerður með því að flokka nemendur eftir einkunnum inn í framhaldsskólana. Þessi mismunun á sér aðallega stað í þeim skólum sem Þorbjörg nefnir, þ.e. MR og VÍ. Kynjamisrétti í vali endar reyndar þar. Samkvæmt nýjustu tölum sækja 95% allra nemenda úr 10. bekk um framhaldskólanám nú í haust. Lög um framhaldsskóla kveða skýrt á um það að allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eigi rétt á að hefja framhaldsskólanám. Ég er þeirrar skoðunar að skólastjórnendur framhaldsskólanna ættu fyrst og fremst að líta til búsetu við inntöku í skólana og þess að nemendahópurinn sé eðlilega samsettur miðað við það samfélag sem skólinn er í. Það stuðlar að ríkari tengslum samfélagsins við skólann og dregur auk þess úr bifreiðanotkun. Höfundur er aðjúnkt í kennslufræði við Menntavísindasvið HÍ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun