Erlent

Obama þræddi slóð Lincolns

Óli Tynes skrifar

Barack Obama hóf daginn í Fíladelfíu þar sem hann fór um borð í járnbrautarlest sem flutti hann og fjölskyldu hans 219 kílómetra leiðina til Washington.

Þetta er sama leið og Abraham Lincoln fór þegar hann fór til höfuðborgarinnara til að taka við forsetaembættinu árið 1861.

Fjölskyldan hafði sérstakan vagn fyrir sig en auk þess voru níu aðrir vagnar í lestinni þar sem voru hundruð gesta. Joe Biden verðandi varaforseti hoppaði um borð í Wilmington.

Lestarferðin tók allan daginn því það var ekið á hægri ferð í gegnum allar járnbrautarstöðvar á leiðinni, þar sem fjöldi fólks hafði safnast saman til þess að hylla verðandi forseta sinn.

Hjónin fóru þá út á pall lestarvagnsins og veifuðu til mannfjöldans. Eiginkona Obamas, Michelle er 45 ára í dag og hún sást taka dansspor með dætrum sínum í lestarvagninum.

Barack Obama sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á þriðjudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×