Enski boltinn

Benitez vill halda Alonso

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xabi Alonso fagnar marki með Liverpool.
Xabi Alonso fagnar marki með Liverpool. Nordic Photos / AFP

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist harðákveðinn í því að reyna að halda Xabi Alonso innan raða Liverpool.

Hann var orðaður við nokkur önnur lið síðastliðið sumar og í vikunni var greint frá því í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætlaði að reyna að selja hann að tímabilinu loknu.

Benitez sagði hins vegar þurfa mikið til að þeir færu að selja Alonso sem hefur til að mynda verið orðaður við Real Madrid og Barcelona.

„Við fengum tilboð frá Juventus og við fórum frá á mikinn pening enda er hann góður leikmaður. Þeir gátu ekki mætt þeim kröfum," sagði Benitez.

„Xabi hefur átt mjög góðu gengi að fagna á tímabilinu. Hann hefur verið að spila vel í mörgum leikjum og er lykilleikmaður í okkar liði."

„Við höfum mikla trú á honum og viljum halda honum því hann býr yfir þeim hæfileikum sem við þurfum á að halda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×