Auðvelt val að ígrunduðu máli Björg Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun