Auðvelt val að ígrunduðu máli Björg Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu. Ég hef litið yfir lífsferil minn og undrast andvaraleysi mitt um eigin hag og annarra. Í stað þess að fylgjast með þróuninni hér á landi og erlendis og reyna að skilja það sem koma skyldi eyddi ég öllum mínum tíma í að vinna, árum saman tvöfaldan vinnudag, til að framfleyta mér og börnum mínum þrem þar eð faðir þeirra lést skömmu eftir heimkomu eftir langt nám erlendis og við þá að byrja að koma undir okkur fótunum hér heima, þá nýbúin að festa kaup á íbúð. Í óðaverðbólgu þess tíma var eina líftryggingin fasteign svo ég ákvað að gera allt til að halda henni. Ég var afar ánægð með sjálfa mig þegar íbúðin var skuldlaus og ég búin að safna mér sjóði í hlutabréfum í Kaupþingi, bankanum sem ég vann í. Best er alltaf að vera upp á engan kominn. Draumurinn um frjálst og öruggt líf breyttist skyndilega í eitthvað allt annað þegar vinnan hvarf með sjóðnum mínum og framtíðin varð að stóru spurningarmerki. Átti ég að hírast inni í örvæntingu og skammast mín fyrir að vera atvinnulaus? Ég er líklega of ánægð með sjálfa mig til að meta mig þannig og ekki tilbúin að láta einn bankavesaling setja mig út af sporinu. Ég sá það að ef ég gerði ekkert sjálf til að reyna að breyta þessu laskaða þjóðfélagi hérna þá gæti ég ekki ætlast til að aðrir gerðu það fyrir mig. Ég fór í öll þau mótmæli sem ég frétti af. Gerðist einlægur og staðfastur aðdáandi Harðar Torfa og fór á 1. borgarafundinn sem Gunnar Sigurðsson og fjölskylda hans stóðu fyrir upp á eigið einsdæmi og bauð mig fram til að hjálpa til við fundina sem á eftir komu. Þetta var starf með góðu fólki sem bættist í hópinn með hugmyndir sínar og vangaveltur um stöðu mála. Það var ekki spurt um pólitískan bakgrunn heldur var rökrætt um möguleikann á að átta sig á því hvernig þjóðin gat misst allt sitt. Þ.e. eigur sínar, að miklu leyti lífsafkomuna og sjálfsvirðinguna. Þetta hefur verið innihald borgarafundanna sem hópurinn stóð fyrir og slíkir fundir eiga rétt á sér um ókomna framtíð til að þingmenn og ráðherrar geri þjóðinni milliliðalaust grein fyrir því sem þau eru að gera. Þegar ljóst var að kosið yrði ætlaði ég að draga mig í hlé en sá fljótt að svo margt var enn ógert um borð í þjóðarskútunni að ekki þýddi að hlaupast undan merkjum. Ég ákvað því að vinna fyrir framboð þeirrar hreyfingar sem byggðist upp af hluta fólks úr borgarafundunum og mörgum hópum fólks sem lét sig ástandið miklu varða og var tilbúið að leggja mikið af mörkum til að búandi væri fyrir alla í þessu fallega landi okkar. Þökk sé þér, Hörður Torfason. Höfundur er fyrrverandi almennur bankastarfsmaður.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun