Enski boltinn

Grétar og Hermann byrja báðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton.
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson eru báðir í byrjunarliðum sinna liða er Portsmouth og Bolton mætast í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hermann leikur sem vinstri bakvörður hjá Portsmouth og Grétar sem hægri bakvörður hjá Bolton. Báðir eiga það til að bregða sér í sóknina og því líklega að þeir munu eiga nokkur einvígi í dag.

Í ensku B-deildinni eru þrjú Íslendingalið í eldlínunni í dag. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry sem mætir Nottingham á útivelli.

Heiðar Helguson er einnig í byrjunarliði QPR í dag en liðið mætir toppliði Wolves.

Hins vegar eru þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson enn frá vegna meiðsla og eru því ekki með Reading sem mætir Barnsley. Allir ofantaldir leikir hefjast klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×