Þetta gerist árið 2009 5. janúar 2009 06:00 2009 er nýgengið í garð og stefnir í að verða viðburðaríkt ár. Fréttablaðið tínir til 25 atburði og tímamót sem renna upp á komandi mánuðum. 1. Barack Obama verður settur inn í nýja djobbið þann 20. janúar. Hann verður 44. forseti Bandaríkjanna. 2. Hallgrímur Helgason verður fimmtugur 18. febrúar. 3. Óskarsverðlaunin verða afhent 22. febrúar í 81. skipti. Tilnefningarnar liggja fyrir einum mánuði fyrr. 4. Fullt af nýjum plötum hafa verið boðaðar í vor. Rapparinn Eminen snýr aftur með „Relapse“, The Prodigy með „Invaders Must Die“ og U2 með „No Line On The Horizon“. Þá verða Franz Ferdinand, Antony and the Johnsons, Bruce Springsteen, Lily Allen, Morrissey og Courtney Love með nýjar plötur á fyrstu mánuðum ársins. 5. Barbie verður fimmtug. Dúkkan, sem heitir Barbara Millicent Roberts, er hugarfóstur Ruth Handler og kom fyrst fram á leikfangasýningu í mars árið 1959. 6. Hinn 1. mars verða liðin tuttugu ár síðan bjór var leyfður á Íslandi. 7. Útvarpskonan góðkunna, Andrea Jónsdóttir, verður sextug 7. apríl. 8. Úrslit Eurovision-keppninnar liggja fyrir í 54. skipti í Moskvu að kveldi 16. maí. Líklega vinnur íslenskt lag. 9. Tíu ár verða liðin í maí síðan Selma sigraði Eurovision næstum því með „All out of luck“. 10. Ágætis byrjun Sigur Rósar – plata sem oft er kölluð „besta plata Íslandssögunnar“ – verður tíu ára 12. júní. 11. Fram undan er heill haugur af framhaldsmyndum, til dæmis: Sjötta Harry Potter myndin, fjórða Terminator myndin, önnur Transformers myndin, þriðja Ice age teiknimyndin, fjórða Fast & furious myndin, önnur Night at the museum myndin og tólfta Friday the 13th hryllingsmyndin. 12. Feneyjatvíæringurinn hefst 7. júní. Ragnar Kjartansson sýnir fyrir Íslands hönd. 13. Útvarpsstöðin FM957 verður tuttugu ára 22. júní. Á tíu ára afmælinu 1999 var boðið upp á stórtónleika í Laugardalshöll. Spurning hvað gerist í ár. 14. Barnastjarnan fyrrverandi, Katla María, verður fertug 28. júní. 15. Hróarskelduhátíðin hefst í 38. skipti þann 2. júlí. 16. Eiríkur Hauksson verður fimmtugur 4. júlí. 17. Sautjánda alþjóðakeppnin í konuburði fer fram í Sonkajarvi í Finnlandi þann 4. júlí. Sigurvegarinn fær að launum þyngd konu sinnar í – bjór. 18. Lengsti sólmyrkvi aldarinnar skellur á 22. júlí, alls sex mínútur og 39 sekúndur. Sólmyrkvaáhugafólk ætti að skella sér til Bonin-eyja, úti fyrir Japan, þar sem best verður að fylgjast með myrkvanum. Hann sést ekki á Íslandi. 19. Í ágúst verða 40 ár liðin frá Woodstock-hátíðinni. Afmælisins verður minnst með hátíðum í New York og Berlín. 20. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í Finnlandi á móti Frakklandi 24. ágúst. 21. Fjörutíu ár verða liðin þann 4. september síðan Björgvin Halldórsson var kosin „poppstjarna ársins“ á mikilli popphátíð í Laugardalshöll. Björgvin, sem var 18 ára, skyggði á reyndari kempur eins og hljómsveitina Trúbrot sem hafði verið stofnuð eftir mikið umrót í poppinu fyrr á árinu. Björgvin ætlar svo að halda jólatónleika í desember. 22. Í september verður Burj Dubai-skýjakljúfurinn tilbúinn í Dubai. Byggingin verður hæsta bygging í heimi, 818 metrar með mastrinu, alls 160 hæðir. Framkvæmdir hófust í september árið 2004. 23. Hinn 6. október verður eitt ár liðið síðan Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Kannski verður einhver botn kominn í bankakreppuna þá. Og kannski verður Geir búinn að komast að því hvort hann beri einhverja ábyrgð. 24. Í október verða liðin fimmtíu ár frá því að Gaulverjinn Ástríkur og félagar hans birtust í fyrsta skipti í franska teiknimyndablaðinu Pilote. 25. Á Þorláksmessu heldur Bubbi Morthens árlega Þorláksmessutónleika sína. Líklega ekki í nýja Tónlistarhúsinu eins og ráðgert var. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Sjá meira
2009 er nýgengið í garð og stefnir í að verða viðburðaríkt ár. Fréttablaðið tínir til 25 atburði og tímamót sem renna upp á komandi mánuðum. 1. Barack Obama verður settur inn í nýja djobbið þann 20. janúar. Hann verður 44. forseti Bandaríkjanna. 2. Hallgrímur Helgason verður fimmtugur 18. febrúar. 3. Óskarsverðlaunin verða afhent 22. febrúar í 81. skipti. Tilnefningarnar liggja fyrir einum mánuði fyrr. 4. Fullt af nýjum plötum hafa verið boðaðar í vor. Rapparinn Eminen snýr aftur með „Relapse“, The Prodigy með „Invaders Must Die“ og U2 með „No Line On The Horizon“. Þá verða Franz Ferdinand, Antony and the Johnsons, Bruce Springsteen, Lily Allen, Morrissey og Courtney Love með nýjar plötur á fyrstu mánuðum ársins. 5. Barbie verður fimmtug. Dúkkan, sem heitir Barbara Millicent Roberts, er hugarfóstur Ruth Handler og kom fyrst fram á leikfangasýningu í mars árið 1959. 6. Hinn 1. mars verða liðin tuttugu ár síðan bjór var leyfður á Íslandi. 7. Útvarpskonan góðkunna, Andrea Jónsdóttir, verður sextug 7. apríl. 8. Úrslit Eurovision-keppninnar liggja fyrir í 54. skipti í Moskvu að kveldi 16. maí. Líklega vinnur íslenskt lag. 9. Tíu ár verða liðin í maí síðan Selma sigraði Eurovision næstum því með „All out of luck“. 10. Ágætis byrjun Sigur Rósar – plata sem oft er kölluð „besta plata Íslandssögunnar“ – verður tíu ára 12. júní. 11. Fram undan er heill haugur af framhaldsmyndum, til dæmis: Sjötta Harry Potter myndin, fjórða Terminator myndin, önnur Transformers myndin, þriðja Ice age teiknimyndin, fjórða Fast & furious myndin, önnur Night at the museum myndin og tólfta Friday the 13th hryllingsmyndin. 12. Feneyjatvíæringurinn hefst 7. júní. Ragnar Kjartansson sýnir fyrir Íslands hönd. 13. Útvarpsstöðin FM957 verður tuttugu ára 22. júní. Á tíu ára afmælinu 1999 var boðið upp á stórtónleika í Laugardalshöll. Spurning hvað gerist í ár. 14. Barnastjarnan fyrrverandi, Katla María, verður fertug 28. júní. 15. Hróarskelduhátíðin hefst í 38. skipti þann 2. júlí. 16. Eiríkur Hauksson verður fimmtugur 4. júlí. 17. Sautjánda alþjóðakeppnin í konuburði fer fram í Sonkajarvi í Finnlandi þann 4. júlí. Sigurvegarinn fær að launum þyngd konu sinnar í – bjór. 18. Lengsti sólmyrkvi aldarinnar skellur á 22. júlí, alls sex mínútur og 39 sekúndur. Sólmyrkvaáhugafólk ætti að skella sér til Bonin-eyja, úti fyrir Japan, þar sem best verður að fylgjast með myrkvanum. Hann sést ekki á Íslandi. 19. Í ágúst verða 40 ár liðin frá Woodstock-hátíðinni. Afmælisins verður minnst með hátíðum í New York og Berlín. 20. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í Finnlandi á móti Frakklandi 24. ágúst. 21. Fjörutíu ár verða liðin þann 4. september síðan Björgvin Halldórsson var kosin „poppstjarna ársins“ á mikilli popphátíð í Laugardalshöll. Björgvin, sem var 18 ára, skyggði á reyndari kempur eins og hljómsveitina Trúbrot sem hafði verið stofnuð eftir mikið umrót í poppinu fyrr á árinu. Björgvin ætlar svo að halda jólatónleika í desember. 22. Í september verður Burj Dubai-skýjakljúfurinn tilbúinn í Dubai. Byggingin verður hæsta bygging í heimi, 818 metrar með mastrinu, alls 160 hæðir. Framkvæmdir hófust í september árið 2004. 23. Hinn 6. október verður eitt ár liðið síðan Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Kannski verður einhver botn kominn í bankakreppuna þá. Og kannski verður Geir búinn að komast að því hvort hann beri einhverja ábyrgð. 24. Í október verða liðin fimmtíu ár frá því að Gaulverjinn Ástríkur og félagar hans birtust í fyrsta skipti í franska teiknimyndablaðinu Pilote. 25. Á Þorláksmessu heldur Bubbi Morthens árlega Þorláksmessutónleika sína. Líklega ekki í nýja Tónlistarhúsinu eins og ráðgert var.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Sjá meira