Erlent

Óttast hörku Kínastjórnar

Frá Urumqi Töluverð spenna er enn í höfuðborg Xinjiang-héraðs í Kína.
fréttablaðið/AP
Frá Urumqi Töluverð spenna er enn í höfuðborg Xinjiang-héraðs í Kína. fréttablaðið/AP

Baráttuhópar Úígúra í Mið-Asíuríkjum hvetja nú liðsmenn sína og stuðningsfólk til að hafa hægt um sig og forðast fjöldamótmæli.

Þetta er gert af ótta við að átökin breiðist út til nágrannalandanna og stjórnvöld í þeim löndum muni taka hart á slíkum mótmælum af ótta við viðbrögð kínverskra stjórnvalda.

Allt að hálf milljón Úígúra býr í fyrrverandi Sovétlýðveldum vestan við Kína. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×