Erlent

Setur skilyrði fyrir stofnun Palestínuríkis

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, setur skilyrði fyrir því að samþykkja stofnun Palestínuríkis svo leysa megi deilur Ísraela og Pelstínumanna.

Hann segir að Palestínuríki verði að vera herlaust og ekki verði hægt að stofna það fyrr en Palestínumenn hafi slitið öll tengsl við Hamas-samtökunum á Gaza. Forsætisráðherrann sagði Ísraela ekki ætla að gefa eftir nokkur hluta Jerúsalemborgar og að ekki yrðu reistar fleiri landnemabyggðir gyðinga en Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á það.

Talsmaður Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sagði nú rétt fyrir fréttar að Netanyahu hefði grarfið undan friðarferlinu með ósveigjanleika í afstöðu sinni til skiptingar Jerúsalemborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×