Innlent

Gestastofa Tónlistarhússins kostaði 120-160 milljónir

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Heildarkostnaður við gerð gestastofu Tónlistarhúsins er á bilinu 120 til 160 milljónir króna. Þar af voru greiddar um 40 milljónir í arkitektakostnað. Til stóð að rífa húsið þegar verkefninu lyki.

Gestastofa Tónlistar- og ráðstefnuhússins er í Hafnarstræti 20 og var opnuð í júlí á síðasta ári. Megintilgangur hennar er að veita upplýsingar um framkvæmdir við Tónlistarhúsið. Markmiðið var að almenningur og faðilar gætu fylgst með þróuninni og komið ábendingum á framfæri. Ráðist var í framkvæmdir til að breyta húsnæðinu og útbúa Gestastofuna.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var heildarkostnaður við þessar breytingar á bilinu 120 til 160 milljónir, þar af 40 milljónir í arkitektakostnað. Húsnæðið var allt málað svart auk þess sem settir voru upp 10 metra útsýnisgluggar sem vísa út að byggingarsvæðinu.

Húsnæðið er ekki á framtíðar deiluskipulagi en til stóð að rífa það að loknum framkvæmdum. Fyrir þær fjárhæðir sem fóru í að breyta húsnæðinu, sem alltaf stóð til að rífa, mætti t.a.m. borga 1100 einstaklingum atvinnuleysisbætur í einn mánuð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×