Innlent

Ekki ástæða til að gera meira í ummælum forsetans

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Árni Þór Sigurðsson, telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna ummæla forsetans í þýskum fjölmiðlum um að innistæður sparifjáreigenda þar í landi hjá Kaupþingi séu tapaðar. Nefndin fundaði um málið í morgun og fór yfir skýrslu frá forsetaembættinu um málið.

Þýska viðskiptablaðið Financial Times birti í síðustu viku viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Í viðtalinu var haft eftir forsetanum að þýskir sparifjáreigendur Kaupþings hefðu tapað innistæðum sínum. Kaupþing var með netreikninga sína Edge í Þýskalandi og samkvæmt blaðinu voru um þrjátíu þúsund Þjóðverjar með innlán þar upp á tæpa fimmtíu milljarða íslenskra króna þegar bankarnir hrundu í byrjun október á síðasta ári.

Nefndarmenn í utanríkismálanefnd töldu ástæðu til að ræða ummælin og óskaði nefndin þess vegna eftir greinagerðum frá utanríkisráðuneytinu og forsetaembættinu um viðbrögð við ummælum forsetans.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×