Innlent

Friðarsúlan lýsir á afmæli Yoko

MYND/Valur Hrafn

Kveikt verður á friðarsúlunni í Viðey um sólsetur í dag og mun hún lýsa til morguns. Tilefnið mun vera 76 ára afmælisdagur listakonunnar og friðarsinnans Yoko Ono, sem færði Íslendingum friðarsúluna að gjöf haustið 2007.

„Yoko Ono hefur tekið miklu ástfóstri við Ísland og hugðist halda afmælisveislu sína í Reykjavík, en af óviðráðanlegum ástæðum átti hún ekki heimangengt frá New York," segir í tilkynningu frá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.

„Af þeim sökum var tekin ákvörðun um að færa upplifunina af Íslandi á hennar heimaslóðir og verður bein útsending frá Friðarsúlunni á vefsíðunni www.imaginepeace.com."

Sérstök aukasigling verður til Viðeyjar kl. 20:00 í kvöld. Ferð Eldingar er frá Skarfabakka í Sundahöfn og fást allar upplýsingar á www.elding.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×