Innlent

Kjarnfóður lækkar í verði

Graskögglar.
Graskögglar.

Stærstu innflytjendur kjarnfóðurs til landsins, Bústólpi og Lífland, hafa lækkað verð á kjarnfóðri um tvö til fimm prósent. Bændur segja þetta kærkomin tíðindi sem slái aðeins á þörf fyrir hækkun á landbúnaðarafurðum.

Hins vegar liggur í loftinu enn ein hækkun á áburðarverði í vor, eftir gríðarlega hækkun í fyrra, sem leiddi til þess að bændur spöruðu við sig áburðargjöfina eins og þeir gátu. Þeir telja sig hinsvegar ekki hafa frekara svigrúm til þess í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×