Innlent

Töluverð umræða um afnám eftirlaunalaga

Töluverð umræða varð um afnám eftirlaunalaganna sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gærkvöldi. Samkvæmt því eiga æðstu embættismenn og Alþingismenn að njóta sömu eftirlaunakjara og aðrir opinberir starfsmenn, en ekki forréttinda eins og núna.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að opinberir starfsmenn nytu forréttinda á fólk á almenna vinnumarkaðnum og lagði til að þingmenn fengju að velja sér almenna lífeyrissjóði til að greiða í, til að standa jafnfætis almenningi í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×