Innlent

Eiturefnaleki í Grindavík

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að sýnatöku úr eiturefnagámi í Grindavík. Ekki er vitað hvaða eiturefni eru í gámnum en það rýkur töluvert úr efnunum að sögn slökkviliðsins í Grindavík.

Gámurinn er staddur mjög austarlega í bænum næstum utan byggðar á iðnaðarsvæði. Það er íblöndunarfyrirtækiði Optimal sem á gáminn en lekinn kom upp rétt eftir hádegi í dag.

Misvísandi upplýsingar bárust um innihald gámsins og því var ákveðið að kalla til slökkvibíl frá höfuðborgarsvæðinu sem nú vinnur að sýnatöku eins og fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×