Innlent

Gasmaður áður sprengt sig í loft upp

Gríðarleg hætta stafaði frá gasmanninum á Akureyri.
Gríðarleg hætta stafaði frá gasmanninum á Akureyri.

Maðurinn sem bjó í húsi sem sprakk í morgun hefur áður skaðbrennt sig þegar hann var að sniffa gas, þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Talið er að upptök eldsins hafi komið til vegna leka á einum af 25 gaskútum sem maðurinn geymdi á heimili sínu.

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri er það hreinlega kraftaverk að aðeins einn kútur hafi sprungið við brunann. Bent er á þegar gaskútur sprakk í Reykjavík fyrir jól, Þá rifnaði veggur af kofa sem ungmenni voru stödd í og jörðin nötraði allt í kring.

Það var í morgun sem slökkvilið Akureyrar var kallað að einbýlishúsi við Hrafnabjörg á Akureyri vegna eldsins. Mikill eldur var í húsinu en slökkvistarfið tók tvo tíma. Einn maður fannst í húsinu þegar eldurinn kom upp og var hann fluttur á sjúkrahús vegna brunasára og reykeitrunar.

Við slökkvistarfið kom í ljós að inn í húsinu voru 25 gaskútar. Þar af voru óvanalega stórir kútar. Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn þekktur fyrir að sniffa gas. Þá fékkst það staðfest að sami maður hafi stórslasað sig þegar hann var að sniffa gas í bifreið í Fljótdsdal fyrir um tveimur árum síðan.

Á heimilinu voru tveir hundar auk þess sem maðurinn bjó með konu. Konan og annar hundurinn voru að heima. Hundurinn sem var heima brenndist illa og fannst víðsfjarri húsinu illa til reika. Samkvæmt lögreglunni var honum komið í hendur dýralæknis, en ekki er ljóst hver afdrif dýrsins urðu.

Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum. Kútarnir sköpuðu gríðarlega hættu fyrir nágranna mannsins en hann bjó í miðju íbúðahverfi.

Húsið er í eigu fyrirtækis en þegar rætt var forsvarsmann þess sagði hann fólkið hafa búið í húsinu síðan síðasta sumar. Þau greiddu leigu á settum tíma og kom vel fyrir.

Húsið er gjörónýtt.












Tengdar fréttir

Húsbruni á Akureyri - einn fluttur á slysadeild

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hrafnabjörg á Akureyri á tíunda tímanum í morgun. Að sögn lögreglu stendur slökkvistarf enn yfir en um gamalt timburhús er að ræða.

Stórhætta af gaskútum í húsinu sem brann

Tugir gaskúta fundust í húsinu sem brann á Akureyri í morgun. Heimildir fréttastofu herma að húsið hafi verið afdrep fíkniefnaneytenda sem hafi stundað það að sniffa gas á kútum. Vaktstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir að slökkviliðsmönnum hafi stafað stórhætta af kútunum því þótt þeir hafi flestir verið tómir þá sé enn mikil sprengihætta af kútunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×