Innlent

Mótmæla auknum sköttum

Neytendasamtökin segja álögur á bíla og bílavörur komnar langt úr hófi fram. fréttablaðið/valli
Neytendasamtökin segja álögur á bíla og bílavörur komnar langt úr hófi fram. fréttablaðið/valli

Neytendasamtökin eru andvíg frumvarpi ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatta og hvetja til þess að það verði endurskoðað. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið.

Samtökin veittu einnig umsögn um frumvarp um ráðstafanir í skattamálum og leggjast gegn aukinni skattlagningu á neysluvörur almennt. Þau segja ljóst að slíkar skattahækkanir fari beint út í verðlagið og leiði til meiri verðbólgu og þar með hækkunar á höfuðstóli og greiðslubyrði verðtryggðra lána.

Í umsögnum sínum segja Neytendasamtökin að aukin skattlagning á lífsnauðsynlegar vörur eins og hita og rafmagn muni bitna mikið á neytendum, ekki aðeins vegna hækkaðs verðs heldur einnig vegna þyngri greiðslubyrði verðtryggðra lána þar sem skattarnir muni hafa áhrif á neysluvísitölu. Þar segir einnig að álögur á bíla og bílavörur séu komnar langt úr hófi fram og enn einni hækkuninni á áfengi og tóbak sé ekki á bætandi. Það sama megi segja um hækkun virðisaukaskatts og hækkun á almennu skattþrepi.

„Því er mótmælt að gripið sé nú til aðgerða sem koma með tvöföldum þunga á flest heimili.

Heimilin hafa einfaldlega ekki efni á slíkum álögum í ljósi efnahagsástandsins,“ segir að lokum. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×