Innlent

Töluvert tjón í bílskúrsbruna

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í bílskúr við Hverafold í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Eldurinn magnaðist hratt og var að teygja sig í þakskegg á næsta húsi þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkvistarfið gekk vel, en bílskúrinn er stór skemmdurn auk þess sem húsilð fylltist af reyk. Tvennt var flutt á slysadeild vegna minni háttar brunasára og aðkenningar að reykeitrun, en bæði munu ná sér að fullu. Eldsupptök eru enn óljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×