Innlent

Átta fjölveiðiskip leita gulldeplu

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Átta fjölveiðiskip eru nú byrjuð að leita að gulldeplu, um það bil 40 sjómílur suður af Grindavík. Aflinn er enn tregur en í fyrra hófst veiðin af krafti um þetta leyti þannig að sjómenn voru vongóðir á miðunum í morgun. Sáralítið er hins vegr vitað um lífshætti og atferli gulldeplunnar hér við land og því ekki á vísan að róa. Gulldeplan er talsvert minni en loðnan en hentar vel í bræðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×