Innlent

Hegningarhúsið verði selt

Í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlög fyrir árið 2010 er lagt til að selja húseignina við Skólavörðustíg 9 í Reykjavík sem betur er þekkt sem Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Gerðar eru nokkrar breytingatillögur í fangelsismálum en auk þess að selja Hegningarhúsið er lagt til að fangelsið á Kópavogsbraut verði einnig selt og í staðinn verði hentugra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu leigt eða keypt.

Þá er lagt til að leigt verði húsnæði til bráðabirgða sem hýst geti gæsluvarðhaldsfanga í nágrenni við fangelsið að Litla-Hrauni.

Á heimasíðu Fangelsismálastofnunar ríkisins segir að Hegningarhúsið hafi verið tekið í notkun árið 1874 og er það elsta fangelsi landsins sem enn er í notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×