Innlent

Vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu árvekni

Umferðarráð hvetur alla vegfarendur til að sýna fyllstu árvekni í umferðinni. Ráðið bendir á að akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa. Þetta kemur fram í ályktun síðasta fundar umferðarráðs um ölvunarakstur.

„Á aðventunni og um jólin gera margir sér dagamun þar sem áfengi er haft um hönd. Umferðarráð minnir á að þeir sem neyta áfengis og fíkniefna eru óhæfir til að stjórna ökutæki og að slíkur akstur er dauðans alvara. Almenningssamgöngur, ganga eða leigubíll kosta minna en mannslífin," segir í ályktun ráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×