Enski boltinn

James Beattie hefur verið bjargvættur Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Beattie fagnar marki sínu fyrir Stoke í dag.
James Beattie fagnar marki sínu fyrir Stoke í dag. Mynd/GettyImages

James Beattie hefur reynst betri en enginn síðan að hann kom til Stoke frá Sheffield United um miðjan janúar. Beattie hefur komið að átta mörkum Stoke á árinu 2009 eða fleiri mörkum en nokkur annar í ensku úrvalsdeildinni.

Beattie hefur hjálpað Stoke að fara úr 18. sæti upp í 13. sæti á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann skoraði annað marka liðsins í 2-0 sigri á West Bromwich Albion í dag.

Þáttur í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2009:

8
James Beattie, Stoke City (6 mörk + 2 stoðsendingar)

7 Robin van Persie, Arsenal (1 mark + 6 stoðsendingar)

7 Dimitar Berbatov, Manchester United (5 mörk + 2 stoðsendingar)

7 Cristiano Ronaldo, Manchester United (5 mörk + 2 stoðsendingar)

7 Frank Lampard, Chelsea (3 mörk + 4 stoðsendingar)

7 Matthew Taylor, Bolton Wanderers (4 mörk + 3 stoðsendingar)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×