Erlent

Frændi hundafórnarlambs handtekinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
John-Paul Massey, litli drengurinn sem lést.
John-Paul Massey, litli drengurinn sem lést.

Rúmlega tvítugur frændi litla drengsins, sem hundur beit til bana á mánudag, hefur verið handtekinn fyrir manndráp og er gefið að sök að hafa verið eigandi hundsins en téð hundategund er bönnuð með breskum lögum. Árás hundsins átti sér stað á heimili ömmu drengsins og slasaðist hún sjálf nokkuð þegar hún reyndi að bjarga barninu. Lögregla í Merseyside, þar sem harmleikurinn átti sér stað, játar að hún hafi fengið tilkynningu um það fyrir nokkrum mánuðum að hundur af ólöglegu kyni væri haldinn á heimili ömmunnar og harmar að málinu hafi ekki verið fylgt eftir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×