Erlent

Erlendir aðilar aðstoðuðu árásarmennina

Frá Bagdad í dag. Mynd/AP
Frá Bagdad í dag. Mynd/AP
Nuri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fullyrðir að árásarmennirnir sem bera ábyrgð á sprengjuárásunum í Bagdad í gærmorgun hafa notið aðstoðar frá aðilum utan Íraks. Talsmaður íraska hersins sagði aftur á móti í gær árásirnar væru runnar undan rifjum Al Kaída og meðlima í Baath-flokknum, sem var stjórnarflokkur Saddams Hussein.

Á sjötta hundrað manns biðu bana eða særðust í fimm sprengjuárásum í miðborg Bagdad í gær. Árásirnar eru taldar tengjast kosningum í mars á næsta ári. Yfirvöld segja að minnsta kosti 127 hafi fallið og yfir 450 særst. Mörgum hinna særðu er ekki hugað líf. Sprengjurnar sprungu með skömmu millibili.

Maliki er fullviss um að erlendir aðilar hafi aðstoðað árásarmennina. Þeim orðum forsetans fylgdu þó ekki frekari skýringar - og þá um hvern eða hverja hann ætti við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×