Erlent

Breskar lestar-löggur fá rafbyssur

Óli Tynes skrifar

Lögregluþjónar sem starfa við lestarkerfi þriggja stórborga í Bretlandi verða vopnaðir rafbyssum á þriggja mánaða reynslutímabili. Borgirnar eru Lundúnir, Manchester og Cardiff.

Í höfuðborginni verða fjörutíu og sex lögregluþjónar sérþjálfaðir í að fara með þessar byssur.

Hingaðtil hafa þessir lögregluþjónar þurft að kalla út vopnaða starfsbræður sína ef öryggi farþega eða starfsfólks hefur verið stefnt í hættu.

Fjölmargar lögreglusveitir í Bretlandi eru þegar vopnaðar rafbyssum.

Á síðasta ári tilkynnti innanríkisráðuneytið að keyptar yrðu tíuþúsund rafbyssur til viðbótar fyrir lögregluþjóna í Englandi og Wales.

Þrjátíuþúsund lögregluþjónar verða þjálfaðir í notkun þeirra.

Þetta mun vafalítið vekja reiði samtaka sem berjast gegn því að lögreglan fái þessi valdbeitingartæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×