Innlent

Leiga stúdenta á Bifröst lækkar um 10 prósent

Frá háskólasvæðinu á Bifröst.
Frá háskólasvæðinu á Bifröst.
Ágúst Einarsson, rektor Hákólans á Bifröst, hefur tilkynnt nemendum um fyrirhugaða lækkun á húsaleigu á háskólasvæðinu. Húsaleigan lækkar um 10%.

Í tilkynningu til nemenda segir Ágúst að akólayfirvöld hafi unnið að úrbótum í húsaleigumálum á Bifröst í nokkra mánuði en miklar breytingar hafi orðið á húsnæðis- og leigumarkaði landsmanna undanfarna mánuði.

,,Húsaleiga á Bifröst hefur ekki hækkað að raungildi í nokkur misseri og nú hefur verið ákveðið að lækka húsaleigu nemenda á Bifröst frá og með 1. mars nk. um 10%," segir Ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×