Innlent

Æfa vegna hryðjuverkaógnar

Sprengjusérfræðingar LHG þurfa iðulega að eyða tundurduflum úr seinni heimsstyrjöldinni. mynd/lhg
Sprengjusérfræðingar LHG þurfa iðulega að eyða tundurduflum úr seinni heimsstyrjöldinni. mynd/lhg
Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga stendur fyrir dyrum á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfninni við Helguvík. Í ár taka Noregur, Frakkland, Þýskaland, Holland, Bandaríkin og Bretland þátt í æfingunni en jafnframt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar, alls um áttatíu manns.

Margir aðrir aðilar frá Landhelgisgæslunni sem og öðrum stofnunum hér á landi koma að æfingunni og má þar nefna þyrludeild, köfunardeild, varðskipadeild, Ríkislögreglustjóra og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar.

Æfingin nýtist til að halda sprengjusérfræðingum í góðri þjálfun svo þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við verkefni á erlendri grundu og heima fyrir.

Reynt er að hafa æfingarnar sem líkastar þeim aðstæðum sem sprengjusérfræðingar geta þurft að kljást við. Í því skyni eru notaðar eftirlíkingar af sprengjum hryðjuverkamanna sem fundist hafa um heim allan síðastliðin ár.

Æfingin hefur áunnið sér hlutverk innan NATO, flokkast undir mannúðarstarf og er haldin er á vegum dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar, Varnarmálastofnunar og NATO.- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×